Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 285
283
arbrúninni og liafi hann verið fótbrotinn á liægra fæti og enníremur
haft áverka á höfði og kvartað um eymsli í mjöðm. Lögreglan flutti
slasaða á Landspitalann, þar sem hann var skoðaður af dr. med.
Snorra Hallgrimssyni, sem segir svo um meiðsli hans i læknisvott-
orði, dags. 3. febrúar 1951: „Við fyrstu skoðun kom eftirfarandi í
ljós: Vel málliress, en man ekki heimilisfang og man ekkert um
slysið. Það virtist því ótvírætt, að hann hafði l'engið heilahristing.
Aftan á höfði er allstór kúla og lítils háttar sprunga á skinninu.
Opið brot er á hægri fótlcgg nokkru fyrir neðan miðjan legg. 5—6
cm langur skurður er utan til á fótleggnum, þar sem beinendi hefur
stungizt út, og annar álíka langur skurður er á innanverðum leggn-
um, þar sem annar beinendi hafði stungizt út.
Röntgenmyndir sýndu skábrot bæði á sköflung og sperrilegg, og
lágu beinendar mjög á misvíxl.
Sárin á fætinum greru mjög seint, svo og brotið sjálft. Þ. 19/5 1950
var gerð skurðaðgerð á sj. til þess að setja brotið saman. Þar eð
brotið ekki vildi gróa, var að nýju gerð skurðaðgerð þ. 11/9 s. á.
Brotið virðist nú gróið, og sj. er farinn að ganga, en er enn mjög
haltur og er enn ófær til gangs útivið. Nokkur stirðleiki er enn í hné
og öklalið, og vöðvakrafti er enn mjög ábótavant. Nokkur sveigja er
á h. fótlegg aftur á við. H. fótleggur er um IV2 cm styttri en sá vinstri.
Kálfinn, h. megin, er mjög rýr, og nokkur bjúgur er um öklann, sem
vex, er sj. er á fótum. Or sjást eftir áður umgetin sár, svo og langt,
vel gróið ör frarnan á sköflungnum eftir skurðaðgerð.
Sj. liggur enn á IV. d. Landspitalans, en verður útskrifaður eftir
nokkra daga.
Hann er enn algerlega óvinnufær, og allar líkur eru til þess, að
liann verði ófær til allrar erfiðisvinnu næstu sex mánuði.“
. .. (nú) héraðslæknir . .. var á slysaverði á Landspitalanum, er
komið var með slasaða þangað, og telur hann, að hægri fótur slasaða
hafi borið ótvíi'æð merki þess, að yfir hann hafi verið ekið. Vísar
læknirinn til sjúkraskrár, er hann skrifaði við móttöku sjúklingsins,
en þar segir, að brotið hafi verið „opið út bæði medialt og lateralt með
ca. 5—6 cm löngum skurðum hvorum megin“.
Slasaði brautskráðist frá Landspítalanum hinn 7. febrúar 1951 og
gekk þá við staf. Hinn 14. apríl 1951 byrjaði hann í nuddi hjá . ..
(starfandi nudd-)Iækni . .. (í Reykjavík) og var þar fram í ágúst s. á.
1 læknisvottorði, dags. 8. september 1951, telur síðast nefndur
læknir, að skoðun leiði eftirfarandi í ljós: „Hægri fótur og fótleggur
oedematös, létt cyanotiskur, kaldur og sveittur, sjl. geklt haltur við
staf. Utan á legg yfir peroneum er ca. 5 cm langt ór, liggur axialt,
mjög aumt viðkomu. Eftir leggnum að framan svo að segja endilöng-
um er ör eftir skurð, sem beygist í boga að ofan og neðan. Rétt fyrir
neðan hann er smá hola mjög aum viðkomu.
Fótleggur allur rýrari en v. megin.
Nú er örið utan á legg grynnra en áður, þó aumt viðkomu. Örið
framan á legg eðlilegt. Holan neðan við örið aum við þrýsting. Kálfi
h. megin 3 cm rýrari en v. megin, eins er rýrnun á vöðvmn h. megin
fyrir ofan hné.