Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 286
284
Vöðvakraftur minnkaður h. meg'in, bæði plantarflexion og dorsal-
flexion. Sjl. getur ekki slaðið á tánum á h. fæti. Húð á legg og fæti
eðlileg, og sjl. hreyfir fót eðlilega, enda þótt kraftur sé minnkaður,
þó virðist fótur við gang vísa meir inn á við en talið er normalt.
Sjl. gengur staflaust, en stingur við.“
Sami læknir vottar á þessa leið, hinn 26. október 1951: „Aftan á
kálfa h. megin er kvos, sem næst (sic) þversum yfir kálfa sem næst
miðju. Virðist sem einhver þungur hlutur hafi þar farið yfir gang-
liminn.“
... (starfandi) læknir ... (í Reykjavík) hefur með læknisvott-
orði, dags. 20. september 1951, metið örorku slasaða, og er ályktun
hans svo hljóðandi: „Um er að ræða afleiðingar bílslyss, sem, eins
og framangreint er, var aðallega opið fótleggjarbrot á h. fæti. Brotið
hefur gróið nokkuð óeðlilega hægt, enda tvívegis orðið að gera skurð-
aðgerðir á því. — Því miður liggja ekki fyrir nægilega ýtarlegar rann-
sóknir á sjúklingnum vegna rýrnunar á h. upphandleggnum, og verð-
ur því ekki um það dæmt, hvort þær breytingar standi í sambandi
við bílslysið eður ei. Röntgenmyndir af hálsliðum og skoðun sérfræð-
ings og álitsgerð þyrfti að liggja fyrir þessu til skýringar. í mati því
á örorku, sem hér fer á eftir, er þessu atriði því sleppt, en yrði að
sjálfsögðu að leiðréttast síðar, ef tilefni gæfist lil þess.
Örorka vegna slyssins telst hæfilega metin:
Fyrir 10 mánuði fyrst eftir slysið.......... 100 % örorka.
— 2 — þar á eftir ............... 80 % —
— 2 —.............................. 65 % —
— 2 —................................ 50% —
_ i ...................................... 35 % —
Úr því má áætla hæfilega örorku 25% um tveggja mánaða skeið og
15% örorlcu um aðra 2 mánuði þar á eftir. Ur því 10% varanleg
örorka.“
Eftir að örorkumat þetta fór fram, skoðaði ..., læknir (sérfræð-
ingur í taugasjúkdómum), slasaða, og samkvæmt læknisvottorði hans,
dags. 12. október 1951, fannst eftirfarandi við skoðun:
„1. Létt rýrnun á h. biceps.
2. — — — h. m. pectoralis.
3. Minnkaður kraftur í h. biceps (pars clavicularis). Ekki veruleg
paresa í m. pectoralis.
4. Minnkað húðskyn á h. handlegg svarandi ca. til C 7—8.
Að öðru leyti eðlileg neurologisk skoðun (nema sensibilitetstrufl-
anir á h. fæti eftir operation).
Álit: Einkenni sjúkl. benda á áverka á plexus brachialis dext. Það
er líklegast, að það sé afleiðing slyssins. Batahorfur eru ágætar.“
Um síðast nefnt læknisvottorð segir . .. (fyrr nefndur starfandi)
læknir (í Reykjavík) í bréfi til Guðmundar lögfræðings Ásmunds-
sonar, dags. 17. október 1951: „Að athuguðu máli þessu sé ég elcki,
að röskun verði á örorkumati því, er um getur í vottorði mínu, dags.
20/9 - 51, og tel því, að frekari rannsóknir séu ástæðulausar."
Auk framan greindra læknisvottorða hefur deildin athugað rönt-
genmyndir af meiðslum slasaða.