Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 287
285
Málið er lagt fijrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er álits um eftirtalin atriði:
1° Hvort rýrnun á hægri upphandlegg stefnanda sé sennileg afleið-
ing af slysi því, er hann varð fyrir 30. apríl 1950.
2° Verði svo talið, hver sé þá örorka stefnanda, þar með talin fram-
tíðarörorka, af fyrrgreindu slysi.
3° Hvort ætla megi af gögnum þeim, sem fyrir liggja, að hjól bif-
reiðar hafi farið yfir hægri fót stefnanda i umrætt sinn.
Tillaga réttarmáladeildar um ályktun læknaráðs:
Læknaráð svarar framangreindum spurningum á þessa leið:
Ad 1: Já.
Ad 2: Læknaráð fellst á örorkumat ... (fyrrnefnds starfandi)
læknis (í Reykjavík).
Ad 3: Læknaráð telur, að samkvæmt þeim gögnum, sem fyrir
liggja, verði ekki úr því skorið, hvort hjól bifreiðarinnar
hafi farið yfir fótlegg stefnanda eða ekki.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 31. inaí
1952, staðfest af forseta 6. júní s. á. sem álitsgerð og úrskurður
læknaráðs.
Mdlsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykjavíkur 3. október 1952 voru stefnanda
dæmdar bætur, kr. 33 328.00 með 6% ársvöxtum frá 1. nóvember 1951 til greiðslu-
dags og kr. 4 000.00 i málskostnað. Áður en dómur féll, hafði stefnandi fengið
greiddar kr. 30 000.00. Stefnandi var talinn eiga sök á slysinu að Vs hluta.
4/1952.
Borgardómarinn í Reykjavílt hefur með bréfi, dags. 3. júni 1952,
samkvæmt úrskurði kveðnum upp á bæjarþingi Reykjavíkur 30. maí
s. á., óskað umsagnar læknaráðs í bæjarþingsmálinu nr. 434/1950:
J. H. gegn Loftleiðum h.f. o. fl.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 26. júní 1946, um kl. 23, hvolfdi flugvélinni TF-RVD í lend-
ingu í flughöfninni í Vatnagörðum i Reykjavík. Meðal farþega var
J. H., útgerðannaður, . ..hreppi, f. 23. desember 1903, og hlaut hann
við slysið meiðsli á höfði.
Um meiðsli slasaða og afleiðingar þeirra segir svo í læknisvottorði
..., sérfræðings í lyflækningum í Reykjavík, dags. 22. júní 1948:
„1. Sjúklingurinn tekur fram eftirfarandi: Flugvélinni hvolfdi í
lendingu í Vatnagörðum við Reykjavík. J. man það, að flugvélin skall
tvisvar í sjóinn og „vaknaði" eftir stutta stund (ca. 1 mínútu?) við
það, að sjór rann inn í munn hans. Hann komst út úr vélinni á væng-
inn, en sneri við til að bjarga konu og flugmanninum úr vélinni.
Honum fannst hann sjá illa, hélt það væri blautum gleraugunum að
kenna, henti þeim af sér, en sá ekki betur á eftir. Þegar flugmaðurinn
kom út á vænginn, sagði hann við J.: „Þér hafið meitt yður.“ Þá
skildi J., að hann sá illa vegna blóðrennslis úr skurði á hársverði