Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Qupperneq 288
286
yfir v. auga (h. auga er og var þá gerviauga). Skurður þessi, sem
síðar mældist ca. 15 cm langur, stóð opinn og óumbúinn, þar til hann
var saumaður saman, ca. ÍV2 klst. eftir að slysið varð. J. stóð á væng
flugvélarinnar og hallaði sér upp að „bátnum", þar til honum var
bjargað af bát úr landi, ca. 15—30 mínútum eftir að slysið varð. Hann
var þá fluttur viðstöðulaust í bil til Landspítalans, þar sem höfuðsár
hans var saumað saman (með 10 sporum) eftir klukkustundar bið,
standandi í gangi á Landspítalanum. Sjúklingurinn segist hafa verið
mjög máttfarinn og sinnulítill, á meðan hann beið og á meðan skurð-
urinn var saumaður saman, en bað þó um að fá að drekka, áður en
farið var að sauma. Hann tekur það fram, að hann hafi ekki verið
skoðaður á neinn hátt og ekki spurður um önnur meiðsli. Síðar kom
i ljós, að hann hafði tvö rif brotin v. megin. Var fluttur í bíl heim til
sin að . .., strax eftir að búið var að sauma saman skurðinn. Þangað
kom hann klukkan tæplega 2 um nóttina. Var ekki rúmfastur eftir
slysið, en „inni við“ á heimili sínu þar til 4. júli, að hanri fór til . ..-
fjarðar með skipi. Var á . .. firði um sumarið „með hálfgerðan svima'
og talsverðan verk í v. síðu. Hann „mátti vara sig allt sumarið að
ganga tæpt á bryggju vegna svimans“. Kom heim með bíl um miðjan
september 1946, fór að vinna (,,dunda“) heirna hjá sér í byrjun októ-
ber 1946. Fannst hann þá vera „nokkuð góður“. En í nóvember 1946
fór hann með flugvél til .. .fjarðar. Hann var þá „aðfrainkominn af
kvíða og hræðslu“ á leiðinni og þó sérstaklega við lendinguna. Þegar
kom á hótelið á . .. firði, hafði hann ekki matarlyst, fékk sér whisky
og drakk áfram þá 10 daga, sem hann var á . ..firði og á leiðinni
heim. Hafði aldrei drukkið svona áður: „í mesta lag'i fyllirí eitt kvöld
og strammari daginn eftir“. Síðan segist hann hafa sífelldan kvíða,
einkanlega ef hann þarf að fara eitthvað, og svima, sem er að ágerast.
Sviminn versnar við áreynslu, ef hann lítur upp fyrir sig og við bogr.
2. Aðspurður: Sefur ekki eins vel og áður og fær stundum
kvíðaköst, ef getur ekki sofnað, byltir sér þá i rúminu fram eftir
nóttu, fer þá oft niður og fær sér „sjúss“ og drekkur áfram 3—4 daga,
„þetta kemur kannske fyrir einu sinni í mánuði". Hefur verið hjá 5
læknum (auk læknisins á Landspítalanum) og ekki fengið neina bót,
finnst hann heldur vera að versna.
3. Skoðun framkvæmd af undirrituðum frá 25. maí s. I. til 7. júni
s. I.: Feitur, plethoriskur maður. Þyngd 110 kg. Hæð 175 cm á sokka-
leistum. Frá hársrótum yfir v. auga aftur á móts við v. eyra liggur
fremur djúpt og breitt ör beint aftur hársvörðinn. H.m. er gerviauga.
V. auga virðist eðlilegt (pupillan reagerar f. ljósi og accommodatio,
augnhreyfingar eðlilegar, fundus virðist eðlilegur). Mimik virðist eðli-
leg. Gervitennur. Kokeitlar dálítið þrútnir. Háls eðlilegur, lungu og
hjarta virðast eðlileg við palpatio, percussio og auscultatio, blóðþrýst-
ingur: 140 (systoliskur) og 85 (diastoliskur). Púls 76 reglulegur,
kviður virðist eðlilegur, útlimir virðast eðlilegir, nema dálítill meðal-
fínn tremor handa og fingra. Vöðvar, bein og liðir virðast eðlileg.
Aktiv og passiv hreyfingar eðlilegar. Skyn fyrir snertingu, sársauka,
hita, kulda og afstöðu virðast eðlileg, rcflexar eðlilegir, þ. á m. Babin-
ski og Romberg, blóð: blóðrauði 90% (Haldane), rauð blóðkorn 5,1