Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Side 289
287
millj., hvít blóðkorn 6500, blóðmynd eðlileg, þvag, -j- eggjahvíta og
sykur, smásjárrannsókn á þvagi neikvæð.
4. Skoðanir, sem ég lét framkvæma á sama tima og mín skoðun
fór fram:
Röntgenmyndir (7. júní 1948) af hauskúpu og thorax (= lungum,
hjarta og rifjum) neikvæðar.
(starfandi) augnlæknir (í Reykjavík), fann sterkan astig-
matismus á v. auga — án gleraugna, en normalt með gleraugum,
annað ekki óeðlilegt.
... (starfandi) eyrnalæknir (í Reykjavík), „nánast negativ eyrna-
skoðun“.
5. Diagnosis: Eftirstöðvar heilahristings og taugaáfalls við flug-
slys.
6. Ályktun: Þó að objectiv skoðun á þessum manni megi heita
neikvæð, þá útilokar hún engan veginn, að hann geti haft áminnst
subjectiv einltenni, og ekki heldur, að verið geti eftirstöðvar eftir
blæðingu innan hauskúpu, því oft orsaka slíkar blæðingar (hæma-
tomata) mjög lítil eða engin objectiv einkenni. Hvort um brot á haus-
kúpu hefur verið að ræða, er ekkert ákveðið hægt að segja, því að
sprunga í hauskúpu svarandi til skurðarins á höfðinu væri löngu
gróin fyrir þann tíma, sem röntgenmyndirnar voru teknar.“
Slasaði gekk einnig til ... læknis . .., sérfræðings í tauga- og geð-
sjúkdómum í Reykjavík, og segir svo í læknisvottorði hans, dags. 22.
marz 1950:
„Samkvæmt upplýsingum hans hafði hann verið hraustur, þar til
hann lenti í flugslysi í júní 1946, burtséð frá, að hann hafði misst
hægra auga við slys 20 árum áður.
1 nefndu flugslysi hefur hann hlotið allmikinn áverka á höfuðið,
m. a. ca. 15 cm langt svöðusár. Síðan hefur hann kvartað um sömu
óþægindi, en þau eru þessi: Kjarkleysi og kvíði, er hann hefur þurft
að fara að heiman, og svimatilfinning, sem mjög hefur háð honum
í starfi. Á hann t. d. erfitt með að ganga á bryggju, sundlar þá og'
verður óstöðugur. Einnig á hann erfitt með að lúta við störf, sortnar
þá fyrir augum.
Taugakerfisskoðun, gerð 1947 og aftur í dag, leiðir ekki í ljós ein-
kenni vefrænna slceinmda. Psykiskt kemur sjúklingurinn eðlilega
fyrir, og engra öfga kennir í sjúkdómslýsingu lians. Hann er feit-
laginn. Blóðþrýstingur er 145/85. Hjartahlustun er eðlileg.
Sjúkdómsgreining mín er:
Traum. capitis sequ.
Commotionis cerebri sequ.
Ég álít, að svimatilfinning hans sé vefræns eðlis, en kvíðinn og
kjarkleysið af psykiskum uppruna. Hvort tveggja er bein afleiðing
slyssins. Hins vegar hef ég ekki orðið var tilhneigingar til að ýkja
sjúkdómseinkenni, eins og oft vill verða áberandi, þegar um „rentu-
neurosis" er að ræða.
Óþægindi sjúklingsins valda ekki fullkominni örorku, en eru hon-
um sérlega bagaleg í því starfi, sem hann stundar."
Örorka slasaða hefur verið metin af . .., síarfandi lækni i Reykja-