Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 290
288
vík, í læknisvottorði, dags. 4. apríl 1950. Vísar hann um forsögu máls-
ins til framangreindra læknisvottorða, en segir síðan:
„örorka telst hæfilega metin:
Fyrir tímabilið 26/6 ’46—4/7 ’46 ..... 100 % örorka.
— — 4/7 ’46—4/8 ’46 ...... 60 % —
— — 4/8 ’46—4/9 '46 ...... 40 % —
— — 4/9 ’46—4/10 ’46 ...... 20 % —
Úr því tel ég, að um traumatiska neurose sé að ræða og ef til vill
nokkur einkenni vegna heilahristings, er slasaði hefur hlotið við slysið,
en sem telja verður líkur til, að muni fara batnandi. Áfátt er það
vottorðum þessum, að ekki hefur verið látin fram fara röntgen-
myndun af heila með loftinndælingu, en það er þýðingarmikið, þegar
um er að ræða slys á höfði, ef grunur er á, að blæðing hafi orðið á
heila.
Varanleg örorka má teljast hæfilega metin 10%.“
Af gögnum málsins kemur fram, að slasaði varð fyrir ákomu á
höfuðið árið 1926. Um það slys liggja ekki fyxúr aðrar upplýsingar
en þær, að slasaði var að vinna um borð í skipi á Akureyrarhöfn, er
það vildi til. Afleiðingar þess urðu þær, að eftir 2—3 daga varð að
taka úr slasaða hægra auga. Slasaði kveðst ekki hafa legið rúmfastur
vegna slyss þessa. Hann kveðst ekki heldur hafa haft aðkenningu af
svima eftir þetta slys.
Læknisvottorða hefur eigi verið unnt að afla um slys þetta, þar
sem læknar þeir, er önnuðust slasaða, eru allir látnir.
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að óskað er umsagnar uxn eftirtalin atriði:
1. Hvort rekja megi núverandi sjúkdómsástand J. H. að einhverju
leyti til slyss þess, er hann varð fyrir á Akureyri árið 1926.
2. Verði svo talið, hver sé þá örorka J., þar með talin framtíðar-
örorlca hans, af fyrrgreindu flugslysi.
Tillaga réttarmáladeildar um ályktun læknaráðs:
Af þeirn gögnum, sem fyrir liggja, verður ekki ráðið, að núverandi
sjúkleiki J. H. eigi á nokkurn hátt rætur að rekja til slyssins, sem
hann varð fyrir á Akureyri árið 1926.
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 16. septem-
ber 1952, staðfest af forseta 26. s. m. sem álitsgerð og úrskurður
læknaráðs.
%
Málsúrslit: Með clómi bæjarþings Reykjavilcur 2. deseinber 1952 var stefnda, Loft-
leiðir h.f., sýknað af kröfum stefnanda, en stefnda, Trvggingastofnun ríkisins,
dæmd til að greiða stefnanda kr. 30 000.00 með 6% ársvöxtum frá 1. desember 1951
til greiðsludags og kr. 3 000.00 í málskostnað.