Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 291
289
5/1952.
Bæjarfógeti Akureyrar hefur með bréfi, dags. 4. júní 1952, sam-
kvæmt úrskurðí, kveðnum upp á bæjarþingi Akureyrar 30. maí s. á.,
óskað umsagnar læknaráðs í bæjarþingsmálinu: Dr. M. de T. gegn
K. S-syni og gagnsök.
Málsatvik cru þessi:
Síðara hluta árs 1946 og fyrra hluta árs 1947 fékk K. S-son, ...,
Akureyri, gert við tennur sinar hjá dr. M. de T., tannlækni, Lausanne
í Sviss. Fékk K. meðal annars 4 stifttennur i efra góm, tvær mið-
framtennur og hliðartennur þeirra. Nokkru eftir tannaðgerðina fór
hann að kenna sjúkleika, er hann telur, að stafað hafi af tannað-
gerðinni. Var það bólga og ígerð í tannholdi, útbrot á höndum og
fótum, almennur slappleiki og nokkur sótthiti. Ágerðist sjúkleiki
hans jafnt og þétt og varð loks læknaður, er brott voru numdar stift-
tennurnar úr efra gómi.
K. var til lækninga hjá . .., sérfræðingi i húð- og kynsjúkdómum,
frá 1. maí og fram í september 1948, og segir svo í læknisvottorði
hans, dags. 13. febrúar 1951:
„Hafði hann þjáðst af bólgu og ígerð í tannholdi undanfarið, eða
síðan gert var að tönnum hans í Sviss.
Þegar K. kom til mín, hafði hann auk tannholdsbólgunnar, hita,
almenna vanlíðan og útbrot á höndum og fótum, er ég taldi stafa af
igerðinni í tannholdinu. Þetta lagaðist talsvert við penicillin-sprautur,
munnskolanir og fleira, en sótti fljótt í sama horfíð, er meðferðinni
var hætt. Svo mikil brögð voru að ígerðinni i tannholdinu, einlcum
i kringum framtennurnar í efra gómi, að talið var óhjákvæmilegt að
taka tennurnar.
Eftir það batnaði tannholdsbólgan fljótlega án frekari meðferðar.“
I febrúar 1948 leitaði K. S-son til ..., prófessors (í læknisfræði),
og segir svo í læknisvottorði hans, dags. 15. febrúar 1948:
„Fyrir rúmu ári fékk hann 4 stifttennur í efra góm (2 miðfram-
tennur og 2 hliðartennur þeirra) settar í sig í Sviss. Skömmu síðar
fór að bera á þrota í tannholdi kringum þessar 4 tennur. Ágerðist
þetta jafnt og þétt, og fór nú að votta fyrir blæðingum og vilsu, sem
siaðist niður með tönnunum. Jafnfraint kvartaði hann um vont bragð
í munni og vonda Ivkt fram úr rnunni, sem olli sjúklingnum veru-
legum óþægindum.
Við athugun á sjúklingnum sér maður, að 4 framtennur i efra gómi
eru stifttennur. Holdið í kringum þær er mjög rautt, þrútið og spennt.
Við sonderingu niður með þessum tönnum finnast tannholdsglufur,
2-—3 mm á dýpt. Við palpatio á tannholdi blæðir strax við snertingu,
og ef strokið er tannholdið, kemur gulleitur, þunnur, graftarkenndur
vessi niður með tönnunum. Þessar 4 tennur eru lausar sem svarar
I. gráðu (hægt að hreyfa tennur tæpan mm frá vanalegri legu þeirra
i allar áttir).
Röntgen-myndun sýndi horizontal rýrnun á kjálkabeini í kringum
þessar 4 framtennur. Engar breytingar við apex. Tönnum öðrum vel
37