Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 292
290
við haldið, þær vel hirtar og engin tannholdsbólga annars staðar í
munni.
Orsök þessa sjúkdóms var, eftir því sem mér virtist, hrjúf sam-
skeyti á stiftkrónu og rót, og diagnosan pyorrhoea alveolaris.
Meðferðin var sú venjulega mekaniska (skafa, skola og pensla) og
chemotherapeutiska (sulfa, penicillin). Sjúklingnum batnaði nokkuð,
þó ekki nærri albata, við 10 daga kúr.
Á næstu mánuðum kom sjúklingurinn 3 sinnum til meðferðar, 10
daga í hvert sinn. Batnaði honum nokkuð við hverja meðferð, en
batinn varð þó æ minni. Jafnframt fór sjúklingurinn að kvarta um
einkenni almenns eðlis, slappleika, höfuðverk, hita upp undir 38° og
útbrot.
Við almenna medicinska athugun fannst engin orsök til þessa
önnur en fyrrnefnd pyorrhoea alveolaris, og i samráði við lækna
sjúklingsins (fyrrnefndan sérfræðing í húð- og kynsjúkdómum og
sérfræðing í lyflækningum, sem nefndur er hér á eftir) var ákveðið að
taka þessar fjórar tennur úr sjúklingnum. Brá þá þegar til bata.
Bólgan í tannholdi hvarf fljótt og almennu einkennin sömuleiðis.
Virtist því hér hafa verið um að ræða focal infection frá tannholds-
bólgu.“
A árinu 1948 leitaði K. einnig til ..., sérfræðings í lyflækningum,
samkvæmt læknisvottorði, dags. 17. febrúar 1951, „vegna almenns
slens, subfebrilia, gingivitis, pyorrhoea alveolaris meðfram stifttönn-
um í efra gómi fremst, og dermatitis, sem sérfræðingur í húðsjúk-
dómum stundaði."
Síðan segir í sama vottorði: „Þrátt fyrir roburantia, vitamina, local
meðferð og penicillinkúra, bötnuðu einkenni þau, sem að ofan getur,
ekki nema um stundarsakir, fyrr en úr honum voru dregnar 4 „stift-
tennur“ (framtennur) úr efra gómi. Þá batnaði honum mjög fljót-
lega og hefur verið heilbrigður síðan, að því er ég bezt veit.“
1 málinu liggur fyrir vottorð (dómskjal nr. 11) frá . .., tannlækni,
dags. 5. október 1951, svo hljóðandi:
„Hér með vottast, að hr. K. S-son er i tannaðgerð hjá mér. Hér er
um að ræða brú frá 4+ til +4 til þess að brúa yfir skarðið 2+ til +2,
þar sem hann vantar þar tennur.
Kostnaður við þetta verk verður sennilega um það bil kr. 3200.00.“
Frá sama lækni liggur og fyrir vottorð (dómskjal nr. 23), dags. 3.
maí 1952, svo hljóðandi:
„Hef í dag skoðað útdregnar framtennur hr. K. S-sonar og fundið,
að samskeytin milli stiftkrónanna og tannrótanna sérstaklega hjá +1
og 1-4- geta ekki hafa verið góð. Samskeytin við hliðarframtennurnar
eru einnig ekki heldur í fullkomnu Iagi.“
Hinn 16. maí 1952 kom síðast nefndur tannlæknir fyrir dóm sem
vitni í máli þessu, og er vætti hans bókað á þessa leið:
„Dómskjal nr. 23 var sýnt vitninu og lesið í heyranda hljóði. Vitnið
kannaðist við að hafa undirritað skjalið og staðfestir efni þess. Hann
staðfestir og, að tennur þær, sem um ræðir í skjalinu, séu þær hinar
sömu og lagðar hafa verið fram í máli þessu sem dómskjal nr. 24.
Hann tekur og fram, að hann hafi ekki verið viðstaddur, þegar tenn-