Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Síða 293
291
urnar voru dregnar út og fari eftir annarra sögusögn um, að tenn-
urnar séu úr K. S-syni. Vitnið segir af gefnu tilefni, að hann hafi ekki
alveg fulllokið að gera brú þá, sem um ræðir i dómskjali nr. 11.
Gagnspurningar til ... (sama tannlæknis):
1. Ber að skilja vottorð vitnisins á þá leið, að um galla á verki
tannlæknis þess, er gerði stifttennurnar, hafi verið að ræða, og önnur
ástæða fyrir bilun tannanna geti ekki komið til mála, svo sem að
tennurnar hafi orðið fyrir áfalli (höggi), meðan þær voru í munni
(K.) ?
2. Hvernig vill vitnið skýra orðin „geta ekki hafa verið góð“ og
„ekki (heldur) í fullkomnu lagi“? Hvað er það, sem miður fer eða er
ávant?
Spurningarnar eru lagðar fyrir vitnið, sem svarar þannig:
1. Það er greinilegur galli á verkinu (smíði tannanna), þó ekki
svo að skilja, að fleira hafi ekki getað komið til.
Missmíðin segir hann vera í því fólgin, að samskeytin milli stift-
krónanna og tannrótanna hafi ekki verið nógu vel sléttuð. Brún eða
kantur, sem ekki á að vera, er á öllum tönnunum, en mest á mið-
tönnunum.
Á -}-2 hefur verið borað út i gegnum rótina á miðri rót i áttina að
augntönninni.
Þetta sést á röntgenmyndinni, dskj. nr. 15, á myndinni, sem merkt
er „aprés chute“, og ennfremur á tönninni sjálfri, sem vitnið athug-
aði í réttinum.
Vitnið skýrir svo frá, af gefnu tilefni, að tvær efri myndirnar séu
af framtönnunum hægra megin, en tvær neðri myndirnar séu af fram-
tönnunum vinstra megin.
Vitnið telur ekki líklegt, að um aðra orsök til tannholdsbólgunnar
hafi verið að ræða en skakka borun og missmíði á tönnum.
2. Fellur niður.
Vitnið getur þess, að það þekki dæmi til, að borað hafi verið út úr
rót, og sé það helzt, ef sjúklingurinn er órólegur eða læknirinn illa
fyrir kallaður.
Vitnið segir enn, að skemmd sú, sem fram kemur á röntgenmynd-
inni, sem tekin var 3. febrúar, geti ekki stafað af höggi eða byltu.
Þegar sú slysni hendir, að borað er út úr rót, er ávallt reynt að
varðveita rótina og gera við skekkjuna, en það tekst ekki ávallt.“
Þá liggja og fyrir í málinu 4 stifttennur ásamt röntgenmyndum af
gómi K. S-sonar.
MáliS er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að óskað er eftir umsögn um læknisvottorð læknanna . .., prófessors,
. .., sérfræðings í lyflækningum, ..., sérfræðings i húðsjúkdómum,
og ..., tannlæknis, svo og um vætti hins síðast nefnda. Einkum er
leitað umsagnar um þessi atriði:
1. Hvort um hafi verið að ræða handvömm af hálfu dr. M. de T.
eða starfsmanna hans í sambandi við umræddar stifttennur.
2. Hvort sjúkleiki K. S-sonar, sem um ræðir í nefndum læknisvott-
orðum, sé sennileg afleiðing af handvömm við tannaðgerðina.