Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Page 294
292
3. Hvort högg éða bylta hafi getað valdið skemmdum á tönnunum,
er síðan hafi orsakað sjúkleika K.
4. Hvort líklegt sé, að sjúkleiki K. hafi stafað af einhverjum öðr-
um orsökum.
Tillaga rétlarmáladeildar um álgktun læknaráðs:
Ad 1: Af tönnum þeim, sem fram eru lagðar, sést, að á engri þeirra
er gengið óaðfinnanlega frá samskeytum krónu og rótar. Á
einni tönninni (hægri miðframtönn) sést greinilegt bil milli
krónu og rótar, sem ekki á að vera, því að i slíkt bil geta matar-
leifar setzt og safnazt þar fyrir. Á vinstri hliðarframtönn
falla samskeytin betur, en þó ekki nægilega vel.
Ad 2: Sannað virðist af þeim vottorðum, sem fyrir liggja, að K. S-son
hafi haft pyorrhoea alveolaris í kringum stifttennurnar. Um-
ræddan sjúkleika hans, samfara tannholdsbólgunni, má skýra
svo, að hann hafi stafað af tannholdsskemmdunum, enda virð-
ist hann hafa batnað fljótlega, eftir að tennurnar voru dregnar.
Ekkert verður sagt um það, hvort pyorrhoea alveolaris hafi í
þessu tilfelli stafað af handvömm, því að oft sést engin
pyorrhoea eftir verra frágang en þennan, þó að víst sé hann
ekki eins góður og æskilegt væri. Á röntgenmynd, sem tekin
var 3. febrúar 1947, sést ígerð við vinstri hliðarframtönn. Á
tannrótinni sjálfri er smágat (perforatio), sem sennilega hefur
leitt til ígerðarinnar. Hefur gatið getað komið á rótina, þegar
borað var upp í hana. ígerð í kringum tannrótina verður að
teljast veigamesta tannholdsskemmdin.
Ad 3: Ekki er sennilegt, að högg eða bylta hafi getað valdið skemmd-
um á tönnunum, svo að maðurinn hafi orðið sjúkur af því.
Ad 4: Ekki liggur neitt fyrir um aðrar orsakir til sjúkleika K. S-sonar.
(Samkvæmt beiðni réttarmáladeildar var við afgreiðslu málsins
mættur á fundinum deildinni til aðstoðar . .., starfandi tannlæknir
í Reykjavík, en hann vék af fundi, áður en ályktun var gerð.)
Greinargerð og ályktunartillaga réttarmáladeildar, dags. 16. septem-
ber 1952, staðfest af forseta 26. s. m. sem álitsgerð og úrskurður lækna-
ráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Akureyrar 2. febrúar 1953 var aðalstefndi,
K. S-son, sýknaður í aðalsök og málskostnaður látinn falla niður. í gagnsök var
gagnstefndi, dr. M. de T., dæmdur til að greiða gagnstefnanda, K. S-syni, kr. 4 100.00
með 6% ársvöxtum frá 5. október 1951 til greiðsludags og kr. 800.00 i málskostnað.
6/1952.
Sýslumaðurinn í Árnessýslu hefur með bréfi, dags. 5. september
1952, samkvæmt úrskurði kveðnum upp í aukadómþingi Árnessýslu
s. d., óskað umsagnar læknaráðs í barnsfaðernismálinu: J. S. S-dóttir
gegn Ó. B-syni.
Málsatvik eru þessi:
Hinn 29. júní 1951 fæddi J. S. S-dóttir, . .., Hafnarfirði, fullburða
sveinbarn á fæðingardeild Landspitalans, og samkvæmt vottorði ...,