Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1950, Blaðsíða 295
293
ljósmóður, dags. 10. september 1951, var fæðingarþyngd barnsins
3380 g, lengd 49 cm og höfuðmál 31%/34 cm.
Kærður, Ó. B-son, . .., hefur játað að hafa haft samfarir við kær-
andi um mánaðamótin september og október 1950. Enn fremur hefur
G. S-son, ... í Reykjavík, játað að hafa haft samfarir við kærandi
30. ágúst 1950.
í málinu liggur fyrir læknisvottorð héraðslæknisins að ..., svo
hljóðandi:
„Normal meðgöngutími kvenna er almennt talinn 275—280 dagar,
reiknað frá síðasta degi síðustu tíðablæðinga. Frjóvgun mun eiga
sér stað í síðasta lagi 1% sólarhring eftir samfarir (insemination).
Sé téður Ó. faðir umrædds barns, væri meðgöngutiminn því ca. 268
dagar. Enda þótt þessi tími sé í stytzta lagi, getur það þó mjög vel
átt sér stað, að Ó. sé faðir barnsins, og myndu merki um það, að
barnið væri ófullburða, vera óljós. Finnist hins vegar merki þess, að
barnið sé yfirþroskað, •—- langar neglur, mikið hár, aukin lengd (ný-
fætt barn er ætíð um 50 cm langt, ef það fæðist á réttum tíma. Þyngd
er minna að marka), er mjög ólíklegt, að Ó. sé faðir þess, og getur
G. þá vel komið til greina, enda þótt meðgöngutiminn virðist þá hafa
verið 303—305 dagar. Svo langur meðgöngutími er ekkert einsdæmi
og raunar ekki mjög fátiður. Samkvæmt rannsóknum Merrimans,
Reids og Winckels virðist mega gera ráð fyrir, að 3—-4% kvenna
geti gengið með í 295—305 daga og fáeinar jafnvel mun lengur. Mér
virðist því, að báðir hinir nefndu menn geti komið til greina sem
feður barnsins, en G. þó því aðeins, að nokkur merki um „yfirþroskun“
hafi verið sjáanleg á barninu. Sjáist þess engin merki, virðist eðlilegt
að gera ráð fyrir, að líldegra sé, að Ó. sé faðir barnsins, þar eð thninn
frá samförum hans við móðurina má heita í allgóðu samræmi við
eðlilegan meðgöngutíma. Með tilliti til meðgöngutímans virðist hvor-
ugan nefndra manna vera unnt að dæma íyllilega frá. Hafi hins vegar
engin yfirþroskunarmerki verið á barninu að sjá, og jafnvel fremur
hið gagnstæða, virðist mér mestar líkur benda til, að Ó. sé faðir þess.“
í málinu liggur fyrir vottorð forstöðumanns rannsóknarstofu
Háskólans, Níels próf. Dungals, dags. 26. ágúst 1952, um blóðrann-
sókn í málinu. Þar segir svo:
„Niðurstaðan varð sem hér segir:
Aðalfl. Undirfl. c D E c
J. S-dóttir MN + + + -v-
Óskírt sveinbarn . .. . . A2 M + + •4- -r-
Ó. B-son O MN _L i + + +
G. S-son .. Ai MN + + -T- +
Samlcvæmt þessari rannsókn er hvorki hægt að útilolca G. né Ó. frá
faðerninu.“
Málið er lagt fyrir læknaráð á þá leið,
að beiðzt er umsagnar ráðsins um það, livort noklcrar líkur séu til
þess, að barn það, sem kærandi ól hinn 29. júní 1951, geti verið ávöxtur
af samförum við G. S-son hinn 30. ágúst 1950.