Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Síða 62

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Síða 62
1953 60 kaupgjaldi almennt. Atvinna meiri en mörg undanfarin ár. Margir stunduðu vinnu utan bæjar, einkum á Keflavik- urflugvelli, og olli það því, að skortur var á vinnuafli á togara- og vélbáta- flotanum. Auknar byggingarfram- kvæmdir í bænum áttu einnig sinn þátt í því, að atvinna jókst til muna á árinu. Hafnarfj. Afkoma almennings góð og batnandi. Atvinna óvenjumikil og jafn- vel skortur á vinnuafli, einkum sjó- mönnum. Akranes. Árferði gott, bæði til lands og sjávar. Afkoma til sjávarins vel sæmileg. Kleppjárnsreykja. Afkoma manna injög batnandi. Dorgarnes. Bændur hleyptu upp fé sínu án þess að fækka nautpeningi til muna. Nýtur þar við aukinnar rækt- unar, sem nú er óðum að koma í gagn- íð. Hinn litli sjávarútvegur héraðsins stendur aftur mjög höllum fæti. Búðardals. Almenn afkoma bænda mjög batnandi. Afkoma manna í Búð- ardal heldur léleg nú sem endranær. Atvinna stopul, nema að sumrinu við vegavinnu og snöp hjá Kaupfélaginu haust og vetur. Nokkrir eiga eina kú og einstaka maður örfáar kindur, sem þó fjölgar eitthvað. Ekki útlit fyrir, að þetta þorp eigi nokkra framtið fyrir sér, eins og atvinnuskilyrðum er nú liáttað. Reykhóla. Afkoma manna bærileg. Flateyjar. Lítið um vinnu og litil peningaráð. Afkoma daglaunamanna mjög slæm. Flestir búa við þröng kjör og sumir bláfátækir. Þingeyrar. Afkoma góð. Bolungarvikur. Búskapur gekk vel, en útgerð heldur illa. Súðavíkur. Afkoma bænda góð. Árnes. Atvinna verkafólks litil. Hólmavíkur. Afkomu almennings má telja góða, nema þá á Drang'snesi. IJvammstanga. Afkoma fólks all- góð. Blönduós. Afkoma bænda var ágæt. Sauðárkróks. Afkoma bænda má vist teljast góð, en afkoma fólks á Sauðárkróki ekki eins góð, því að um vetrartimann er fremur lítið um at- vinnu. Margir hafa þó verið i vinnu á Keflavíkurflugvelli og i verstöðvum við Faxaflóa. Hofsós. Má segja, að afkomumögu- leikar bænda hafi verið betri nú en nokkur undanfarin ár. Til sjávarins var allt erfiðara. Afkoma fólks þar byggðist meira og minna á atvinnu í verstöðvum á Suðurnesjum og her- virkjagerð á Reykjanesi. Ólafsfj. Afkoma má teljast sæmileg, en mikið þarf nú orðið til þess, að almenningur telji hana góða, því að svo mjög hafa kröfur til lífsins aukizt. Dalvíkur. Afkoma héraðsbúa mun hafa verið sæmileg. Akureyrar. Afkoma allflestra hér- aðsbúa góð á árinu. Atvinnuleysi ekki sem neinu nam, enda gekk útgerð tog- ara bæjarins ágætlega, og veruleg vinna var við Laxárvirkjunina og byggingar í bænum. Afkoma landbún- aðarins góð, eins og bezt má sjá á því, hve myndarlega bændur hafa hýst jarðir sínar og hve geysimikil ræktun lands hefur átt sér stað hér síðustu árin. Þrátt fyrir góðviðri og fremur góða afkomu almennings hafa verið talsverð brögð að því, að fólk flytti héðan til Reykjavikur og annarra staða við Faxaflóa, og valda þessir mannflutningar ýmsum hér nokkrum áhyggjum. Grenivíkur. Afkoma héraðsbúa í meðallagi. Breiðumýrar. Afkoma bænda mun sæmileg, en ekki meira. Kópaskers. Arið i heild sinni hag- stætt sauðfjárbændum. Atvinna góð á Raufarhöfn frá því um vorið og til áramóta. Þórshafnar. Yfirleitt var afkoma sæmileg. Bakkagerðis. Afkoma bænda senni- lega með betra móti, en sjómenn höfðu lítið. Seyðisfj. Aflcoina yfirleitt sæmileg. Alvinna er oft lítil að vetrinum. Leita því margir karlmenn „suður á bóg- inn“ i atvinnuleit þann tíma árs. Margir munu hafna á Keflavikurflug- velli, en vonandi af illri nauðsyn. Nes. Afkoma bænda yfirleitt góð. Afkoma almennings í Neskaupstað mun hafa farið batnandi á árinu, enda landvinna hér mikil við togarafisk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224

x

Heilbrigðisskýrslur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.