Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Síða 62
1953
60
kaupgjaldi almennt. Atvinna meiri en
mörg undanfarin ár. Margir stunduðu
vinnu utan bæjar, einkum á Keflavik-
urflugvelli, og olli það því, að skortur
var á vinnuafli á togara- og vélbáta-
flotanum. Auknar byggingarfram-
kvæmdir í bænum áttu einnig sinn
þátt í því, að atvinna jókst til muna
á árinu.
Hafnarfj. Afkoma almennings góð og
batnandi. Atvinna óvenjumikil og jafn-
vel skortur á vinnuafli, einkum sjó-
mönnum.
Akranes. Árferði gott, bæði til lands
og sjávar. Afkoma til sjávarins vel
sæmileg.
Kleppjárnsreykja. Afkoma manna
injög batnandi.
Dorgarnes. Bændur hleyptu upp fé
sínu án þess að fækka nautpeningi til
muna. Nýtur þar við aukinnar rækt-
unar, sem nú er óðum að koma í gagn-
íð. Hinn litli sjávarútvegur héraðsins
stendur aftur mjög höllum fæti.
Búðardals. Almenn afkoma bænda
mjög batnandi. Afkoma manna í Búð-
ardal heldur léleg nú sem endranær.
Atvinna stopul, nema að sumrinu við
vegavinnu og snöp hjá Kaupfélaginu
haust og vetur. Nokkrir eiga eina kú
og einstaka maður örfáar kindur, sem
þó fjölgar eitthvað. Ekki útlit fyrir, að
þetta þorp eigi nokkra framtið fyrir
sér, eins og atvinnuskilyrðum er nú
liáttað.
Reykhóla. Afkoma manna bærileg.
Flateyjar. Lítið um vinnu og litil
peningaráð. Afkoma daglaunamanna
mjög slæm. Flestir búa við þröng kjör
og sumir bláfátækir.
Þingeyrar. Afkoma góð.
Bolungarvikur. Búskapur gekk vel,
en útgerð heldur illa.
Súðavíkur. Afkoma bænda góð.
Árnes. Atvinna verkafólks litil.
Hólmavíkur. Afkomu almennings má
telja góða, nema þá á Drang'snesi.
IJvammstanga. Afkoma fólks all-
góð.
Blönduós. Afkoma bænda var ágæt.
Sauðárkróks. Afkoma bænda má
vist teljast góð, en afkoma fólks á
Sauðárkróki ekki eins góð, því að um
vetrartimann er fremur lítið um at-
vinnu. Margir hafa þó verið i vinnu
á Keflavíkurflugvelli og i verstöðvum
við Faxaflóa.
Hofsós. Má segja, að afkomumögu-
leikar bænda hafi verið betri nú en
nokkur undanfarin ár. Til sjávarins
var allt erfiðara. Afkoma fólks þar
byggðist meira og minna á atvinnu í
verstöðvum á Suðurnesjum og her-
virkjagerð á Reykjanesi.
Ólafsfj. Afkoma má teljast sæmileg,
en mikið þarf nú orðið til þess, að
almenningur telji hana góða, því að
svo mjög hafa kröfur til lífsins aukizt.
Dalvíkur. Afkoma héraðsbúa mun
hafa verið sæmileg.
Akureyrar. Afkoma allflestra hér-
aðsbúa góð á árinu. Atvinnuleysi ekki
sem neinu nam, enda gekk útgerð tog-
ara bæjarins ágætlega, og veruleg
vinna var við Laxárvirkjunina og
byggingar í bænum. Afkoma landbún-
aðarins góð, eins og bezt má sjá á því,
hve myndarlega bændur hafa hýst
jarðir sínar og hve geysimikil ræktun
lands hefur átt sér stað hér síðustu
árin. Þrátt fyrir góðviðri og fremur
góða afkomu almennings hafa verið
talsverð brögð að því, að fólk flytti
héðan til Reykjavikur og annarra
staða við Faxaflóa, og valda þessir
mannflutningar ýmsum hér nokkrum
áhyggjum.
Grenivíkur. Afkoma héraðsbúa í
meðallagi.
Breiðumýrar. Afkoma bænda mun
sæmileg, en ekki meira.
Kópaskers. Arið i heild sinni hag-
stætt sauðfjárbændum. Atvinna góð á
Raufarhöfn frá því um vorið og til
áramóta.
Þórshafnar. Yfirleitt var afkoma
sæmileg.
Bakkagerðis. Afkoma bænda senni-
lega með betra móti, en sjómenn höfðu
lítið.
Seyðisfj. Aflcoina yfirleitt sæmileg.
Alvinna er oft lítil að vetrinum. Leita
því margir karlmenn „suður á bóg-
inn“ i atvinnuleit þann tíma árs.
Margir munu hafna á Keflavikurflug-
velli, en vonandi af illri nauðsyn.
Nes. Afkoma bænda yfirleitt góð.
Afkoma almennings í Neskaupstað
mun hafa farið batnandi á árinu, enda
landvinna hér mikil við togarafisk.