Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Side 78

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Side 78
1953 — 76 — Vestmannaeyja. Með meira móti. Mest í maí, og fór það að vísu saman við hvað verst ástand i mjólkursölu- málum hér, sérstaklega að því er snertir geymslu og dreifingu samsölu- mjólkur, en síðar fékkst litils háttar lagfæring' hér á. Eyrarbakka. Fá tilfelli og flest væg. Keflavíkur. Talsverð brögð að iðra- kvefi, en þó oftast í sambandi við menn, sem höfðu fæði á flugvellinum. Var tíðum kvartað yfir mataræði þar og tvisvar um matareitrun. Varð það til þess, að reynt var að bæta matar- æðið með því að hafa á boðstólum ís- lenzkt fæði fyrir þá, sem það kysu, og náðust um það samningar. Víst er um það, að eftir því, sem ég gat kynnt mér, reyndist hinn tíði mikið krydd- aði kjötmatur hjá varnarliðinu (Ham- ilton) of sterkur og óheppilegur fyrir íslenzka verkamenn, sem ekki voru lionum vanir. Reyndist breytingin til bóta, þótt alltaf komi kvartanir öðru liverju. 10. Inflúenza. Töflur II, III og IV, 10. 1949 1950 1951 1952 1953 Sjúkl. Dánir 9308 »» 5591 5 9314 24 4344 10 10920 18 Greinileg inflúenza hóf yfirferð um landið upp úr áramótum, kom fyrst upp á Keflavikurflugvelli og barst um allt land, þó að ekki sé skráð i 5 hér- uðum (Flateyjar, Súðavíkur, Ólafsfj., Seyðisfj. og Eskifj.). Náði faraldurinn hámarki í apríl, en hafði að mestu lokið yfirferð sinni á miðju ári. Veikin mun hafa verið a. m. k. í meðallagi þung, fór viða geyst yfir, og æðimörg mannslát eru skráð á reikning hennar, þó að hún hafi fráleitt alltaf verið ein í verki. Mesta athygli vekur, að þessi landsfaraldur inflúenzu skuli ekki hafa náð þvi að verða skráður í jafn- þéttbýlum héruðum og vel liggjandi við samgöngum sem Seyðisfj. og Eski- fj. Sú skýring er nærtæk um Eskifj., að þar var skráður mikill inflúenzu- faraldur í október árið fyrir, en það tekur ekki til Seyðisfj. Ef athuguð er kvefsóttarskráning ársins í þessum 5 héruðum, kemur í ljós, að full líkindi eru til, að inflúenza hafi komið við í þeim öllum, en ekki verið greind frá venjulegri kvefsótt, en mjög mistil- þrifamikil hefur hún þá að vísu verið, jafnvel í héruðum, sem skammt er í milli. Veirustofn var einangraður frá þessum faraldri i Reykjavík og reynd- ist sem áður stofn sá, sem nefndur er A-prime-S (A’ S) og telst að jafnaði ekki skæður, en vel mega fleiri en einn stofn hafa verið á ferðinni sam- timis, því heldur sem vitað er, að skæð inflúenza af öðrum stofni gekk um likt leyti í Bretlandi. Evík. Allvíðtækur faraldur geklc í hænum og nágrenni hans fyrra hluta ársins. Varð veikinnar fyrst vart á Keflavíkurflugvelli, en þaðan barst hún fljótlega hingað til Reykjavikur. Var þetta fremur vægur faraldur, en þó er talið, að 4 héraðsbúar hafi lát- izt af flenzu eða afleiðingum hennar (lungnabólgu), allt fólk yfir sextugt. Fyrstu sjúkling'arnir veiktust um miðj- an janúar, síðan jókst fjöldi þeirra, og náði veikin hámarki siðara hluta febrúarmánaðar. Úr því tók hún að réna, en var ekki að fullu lokið fyrr en í júlibyrjun. Talið er, að veiki þessi hafi borizt hingað frá Vestur- Evrópu, en þar gekk faraldur af flenzu skömmu áður. Við athugun, sem fram fór á veiru þeirri, er faraldri þessum olli, reyndist hún vera af A-flokki inflúenzuveiru. Akranes. Ekki illkynjuð. Eorgarnes. Barst i héraðið í marz- lok, mest í apríl, en hélzt við fram í júní. Búðardals. Barst hingað frá Reykja- vik i Saurbæinn i febrúar. Tók alla hæi i Saurbæ nema 2, og veiktist svo að segja hver einasti maður á þessum bæjum. Veikin barst mjög hratt yfir. Hiti hár, um 40°. Kvef kom ekki i Ijós, fyrr en hitinn fór að lækka, sem er vist einkennandi fyrir sótt þessa. Meðgöngutími 2 dagar. Hiti fór að lækka eftir 2—3 daga. Mikill slapp- leiki fylgdi á eftir og töluvert um recidiv, ef fólk reyndi eitthvað á sig og var ekki orðið alveg hitalaust.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.