Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Síða 82
1953
— 80 —
Ólafsfj. 1 tilfelli i janúar, systir
skólapilts, er kom heim í jólaleyfi frá
Akureyri. Hún ein á bænum, sem ekki
hafði fengið veikina áður. Breiddist
ekki út.
Grenivíkur. Voru hér viðloðandi 4
fyrstu mánuði ársins, og fengu þá
fíestir þeirra, sem ekki höfðu fengið
þá áður, þar af nokkuð af fullorðnu
og rosknu fólki, sem hafði varið sig
fram að þessu. Gaf ég töluvert af mis-
lingaserum, sem reyndist vel. Engir
þeirra, sem það fengu, fóru illa út úr
veikinni. Mest veiktust þeir, sem ekk-
ert serum fengu, en þó ekki hættulega.
Eru menn ánægðir eftir á að vera
búnir að ganga í gegnum þetta.
Breiðumýrar. Innanhéraðsmaður, B.
.T., sem var að koma frá útlöndum,
hitti á leiðinni kunningja sinn, sem
var eitthvað lasinn og reyndist síðar
vera með mislinga. B. J. fékk svo mis-
linga og það fólk á heimili hans, sem
ekki hafði áður tekið þá. B. J. hitti
þenna kunningja sinn aðeins einu
sinni, 28. júní; 2 dögum siðar kom
hann til íslands og fór strax heim.
Aðrar smitunarleiðir voru því ólíkleg-
ar. Mislingarnir komu út 20. júli, á
22. sólarhring. Er það óvenjulegur
meðgöngutími.
Húsavíkur. Mislingar komu á nokkra
bæi i Aðaldal, en breiddust ekki út,
enda er hér til siðs að verjast þeim
sjúkdómi, og hefur svo verið um ára-
tugi. Má búast við erfiðleikum, ef mis-
Hngar næðu hér mikilli útbreiðslu,
því að viða er svo ástatt á sveitabæj-
um, að flestir hafa ekki fengið mis-
linga.
Kópaskers. 3 börn á sveitabæ fengu
mislinga í janúar. Bárust frá Akureyri.
Breiddust ekki meira út.
Nes. Örfá tilfelli í janúar, mjög væg.
Með þeim lauk smáfaraldri, sem hófst
rétt fyrir áramót.
13. Hvotsótt (myositis epidemica).
Töflur II, III og IV, 13.
1949 1950 1951 1952 1953
Sjúkl. 12 26 1250 187 155
Dánir „ „ „ „ „
Stingur sér niður víða um land og
er skráð í 12 héruðum í öllum lands-
fjórðungum. í flestum þeirra meiri
eða minni faraldur.
Breiðumýrar. 1 tilfelli á skrá. Þó að
þar sé um einangrað tilfelli að ræða,
held ég, að skráning sé rétt.
Kópaskers. Faraldur i júni og júlí.
Ég sá um þær mundir fleiri sjúklinga
en skráðir eru með væg einkenni, sem
gátu bent á þenna sjúkdóm. Sumir
sjúklingarnir höfðu mjög sárt tak og
næstum allir eymsli í ofanverðum
kviðarvöðvum. Hiti i sumum hár (um
40°). Engin recidiv.
Vestmannaeyja. Varð aðeins vart.
Keflavíkur. Nokkur tilfelli talin i
ágúst og aftur í desember. En telja
verður sjúkdómsgreiningu vafasama.
14. Hettusótt (parotitis epidemica).
Töflur II, III og IV, 14.
1951 1952 1953
33 14 12
»» » »»
Nokkur tilfelli skráð í Rvik og ein-
angruð tilfelli í 2 héruðum öðrum
(Ólafsvikur og Keflavíkur).
15. Kveflungnabólga
(pneumonia catarrhalis).
16. Taksótt
(pneumonia crouposa).
Töflur II, III og IV, 15—16.
1949 1950 1951 1952 1953
SjúklJ) 846 819 1541 1999 1720
— 1 2) 143 162 212 273 188
Dúnir 67 56 75 62 68
Skráð lungnabólgutilfelli nokkru
færri en á síðast liðnu ári, og tekur
það einkum til taksóttar. Aftur er
lungnabólgudauði öllu meiri (3,6%
skráðra tilfella, 1952 2,7%), þó að ekki
nái því, sem var næstu árin á undan
(1950: 5,7%, 1951: 4,3%), að ekki sé
lengra litið aftur.
1) Pneumonia catarrhaiis.
2) Pneumonia crouposa.
1949 1950
Sjúkl. 1411 925
Dánir „ „
k