Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Síða 83
— 81 —
1953
1. Um kveflungnabólgu:
Hafnarfi. Nokkur tilfelli i flestum
mánuðum ársins.
Akranes. Fylgdi kvefsóttinni fyrra
hluta ársins fram á vorið.
Ólafsvíkur. Talsvert algeng.
Heijkhóla. 2 hinna skráðu tilfella
fylgikvillar.
Hvammstanga. Lungnabólga aðal-
lega í kjölfar inflúenzu og kvefs. Flest
eldra fólk.
Blönduós. Aðallega sem fylgikvilli
með kvefsóttinni í ársbyrjun og inflú-
enzunni um sumarmálin, einkum i
i’osknu fólki, en börn hafa að þessu
sinni ekki verið skráð með lungna-
hólgu. Má ástæðan vera sú, að þau fá
nú jafnan súlfalyf eða pensilín, ef þau
fá kvef með verulegum hita, svo að
síður kemur til bólgu út i lungnavefn-
um.
Sauðárkróks. Aðallega í sambandi
við inflúenzufaraldurinn. 1 þriggja
mánaða gamalt barn dó úr veikinni.
Kona, er lá meðvitundarlaus vegna
apoplexía, fékk einnig pneumonia
hypostatica og dó.
Grenivíkur. 1 tilfelli, roskin kona.
hatnaði fljótt og vel af sulfadiazine.
Breiðumýrar. Skráð tilfelli létt og
eftirkastalaus.
Kópaskers. Aðeins 5 sjúklingar
skráðir, en ekki er ólíklegt, að eitt-
hvað af hitarecidivunum eftir inflú-
enzuna hafi stafað af lungnabólgu.
Sjúklingunum batnaði öllum vel af
súlfalyfjum eða pensilíni, nema gam-
alli, asthmaveikri konu. Þar kom
aureomycín eitt að gagni, en gekk þó
erfiðlega.
Þórshafnar. 7 dreifð tilfelli á árinu.
Bakkagerðis. Fáein tilfelli, börn á
fyrsta ári og roskið fólk.
Hes. Alltíður kvilli í sambandi við
kvefsóttarfaraldra. Nokkur tilfelli,
einkum seinna hluta árs, reyndust ó-
venju þrálát, líktust mjög viruslungna-
hólgu og létu enda aðeins undan hin-
um nýju fjölvirku antibiotika.
Vestmannaeyja. Skráð voru ailmörg
hingnabólgutilfelli, flest í sambandi
við inflúenzuna. 6 dóu, en ekki verða
hau mannslát þó sett i samband við
inflúenzuna, því að flest dauðsföllin
koma á aðra mánuði, og voru flestir
hinna dánu gamalmenni, sem lágu
rúmföst áður af öðrum orsökum.
Eyrarbakka. Nolckur tilfelli á árinu,
flest af því börn.
Keflavíkur. Talsverð brögð að kvef-
lungnabólgu í sambandi við inflúenzu
í ársbvrjun, en úr því ekki, svo að
orð sé á gerandi.
2. Um taksótt:
Hafnarfj. Að taksótt kveður miklu
minna en kveflungnabólgu. Er það að-
eins einn af starfandi læknum bæjar-
ins, sem skrásett hefur öll tilfellin.
Flestum batnaði fljótt og vel af súlfa-
lyfjum eða pensilíni.
Akranes. Aðeins 1 tilfelli á árinu,
og er það lítið hjá þvi, sem áður var.
Borgarnes. Sjaldgæf.
Blönduós. Þessi sjúkdómur virðist
verða æ sjaldgæfari i seinni tíð. Menn
eru líka jjetur búnir nú en oft áður
fyrr og Ienda síður í vosbúð.
Sauðárkróks. Enginn sjúklingur
skráður á árinu, en þó er 1 sjúklingur
talinn dáinn úr sjúkdómnum; í þeim
mánuði er heldur enginn skráður með
kveflungnabólgu (júni), svo að hann
hefur heldur ekki verið skráður sem
slíkur.
Nes. Örfá tilfelli, fremur væg og
auðlæknuð, nema eitt, sem læknis var
elcki vitjað til fyrr en abscessus pul-
monis hafði myndazt. Sjúklingurinn
náði þó um siðir fullum bata með
hjálp viðeigandi lyfja.
Djúpavogs. Gamall maður í Breið-
dal lézt úr lungnabólgu, en var rúm-
liggjandi fyrir vegna apoplexía, sem
hann fékk árið áður.
Keflavíkur. Nokkur tilfelli í sam-
bandi við inflúenzuna framan af ár-
inu, og 1 eða 2 mönnum fullorðnum
varð hún að aldurtila.
17. a, b. Mænusótt
(poliomyelitis anterior acuta).
Töflur II, III og IV, 17. a, b.
1949 1950 1951 1952 1953
Sjúkl. (a)1) .. j 17 (26 11
— (b)2) .. ( b-J 17 )59 19
Dánir ......... „ 1 „ 1
6
1
1) a: með lömun (paralytica).
b: án lömunar (aparalytica).
11