Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 88
1953
— 86 —
neina smitunarleið hjá þeim. Er hér
samband á milli ristils og hlaupabólu?
Þórshafnar. í Þistilfirði fékk karl-
maður zoster opthalmicus. Hér um bil
Y2 mánuði siðar fengu 3 börn á heim-
ilinu hlaupabólu og skömmu siðar 2
fullorðnir á bæ samtýnis.
Seyðisfj. 2 karlmenn, báðir komnir
yfir sextugt, fengu mjög þrálátan ristil
á regio pectoralis et infrascapularis.
Nes. Öll skráð tilfelli (aðeins 1
skráð á farsóttaskrá) virtust standa í
sambandi við hlaupabólu. Chloram-
phenicol og aureomycín virðast mér
gefa álíka góða raun við þessum sjúk-
dómi.
fíúða. Roskinn karlmaður var um
skeið þungt haldinn og var lengi að
ná sér.
Djúpavogs. Kona milli tvítugs og
þrítugs fékk ristil, en 3 ára dóttir
hennar stuttu síðar varicellae, og var
það eina tilfellið.
Eyrarbakka. Roskin kona hafði
töluverða verki og lengi. Ekki á skrá.
27. Kossageit
(impetigo contagiosa).
Töflur II, III og IV, 27.
1949 1950 1951 1952 1953
Sjúkl. 64 89 47 47 39
Dánir „ „ „ „ „
Sauðárkróks. Kemur alltaf við og
við fyrir, en fá tilfelli.
Seyðisf]. Get tæplega sagt, að þessa
kvilla hafi orðið vart á árinu.
Nes. 2 tilfelli kunn. Ekki á mán-
aðarskrá.
fíúða. Nokkur tilfelli meðal barna.
Vestmannaeyja. Örfá tilfelli skráð.
28. Taugaveikisbróðir
(paratyphus).
Töflur II, III og IV, 28.
1949 1950 1951 1952 1953
Sjúkl. „ „ „ „ 2
Ilámr ,, ,, 1 „ „
Aðeins 2 tilfelli skráð og staðfest
með sóttkveikjurannsókn, bæði i
Reykjavík, og fer ekki frekari sög-
um af.
Rvík. 2 sjúklingar skráðir. Reyndist
við ræktun paratyphus B.
Auk framangreindra sótta geta hér-
aðslæknar um þessar bráðar sóttir:
Choriomeningitis lymphatica:
Héraðslæknir í Ólafsvik skráir 5 til-
felli á farsóttaskrá: í júní 2, júli 2 og
ágúst 1. Eftir aldri og kyni skiptust
sjúklingar þannig: 1—5 ára: karl 1;
15—20 ára: konur 2; 20—30 ára: karl
1; 40—60 ára: kona 1.
Erysipeloid:
Kleppjárnsreykja. 2 tilfelli.
Ólafsvíkur. 10 tilfelli.
Flateyjar. 2 sjúklingar. Kom ekki
fyrir á vertíð.
Flateyrar. 1 tilfelli, residiverandi
þar til aureomycin var gefið.
Sauðárkróks. 8 tilfelli.
Hofsós. Óvenjumörg tilfelli, eða
samtals 7, öll í ágúst—október (1 karl,
7 konur).
Ólafsfj. 4 sjúklingar.
Grenivíkur. 2 tilfelli væg.
Vopnafj. 5 tilfelli.
Seyðisfj. Aðallega i sláturtíðinni. Ég
nota 10% rivanolbakstur. Gefst það
vel og er fljótvirkara en pensilínmeð-
ferð.
Nes. Fáein tilfelli að haustinu.
Pensilínmeðferð reyndist vel.
Búða. Alltaf nokkur tilfelli að haust-
inu. Pensilín i stórum skömmtum
virðist mér gefast bezt.
Meningitis:
í Rvík er i september skráð á far-
sóttaskrá óskýrgreind meningitis, 1
tilfelli: 15—20 ára karl, og á ísafirði
í marz meningitis serosa, 2 tilfelli:
10—15 ára, karl 1 og kona 1.
Nausea epidemica:
Sauðárkróks. Við lestur Heilbrigðis-
skýrslna fyrir árið 1950 kemur mér i
hug, að ég hef séð ekki svo fá tilfelli,
er gætu verið sjúkdómur sá, sem þar
er nefndur nausea epidemica. Sum
þessara tilfella munu vera skráð sem
iðrakvef, en flest ekki skráð meðal