Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Qupperneq 119
— 117
1953
skyni hef ég skipt niðurstöðum skoð-
unar í tvennt, þar sem ástæða þótti
til einhverra athugasemda, þ. e. M,
sem þýðir nauðsyn meðferðar, og E,
sem þýðir eftirlit. í E-flokkinn koma
öll vafaatriði, en þau verða langflest
í sambandi við bakskoðun (88), nef
og kok (29) og sjón (24). 1 M-flokk-
inn koma svo hinir raunverulegu
kvillar, þ. e. þeir kvillar, sem frá
venjulegu læknissjónarmiði þurfa að-
gerða við, og ætti því þar að fást
nokkurn veginn öruggur samanburðar-
grundvöllur og aukin trygging fyrir
þvi, að meðferð væri framfyl^t, þar
sem hennar þyrfti mest við. I sam-
ræmi við þetta verða helztu kvillar
þessir, miðað við 596 skólabörn á
aldrinum 6—14 ára, auk tannskemmd-
anna: Bæklunarsjúkdómar 25, þar af
hryggskekkja 19, lús 19, augnsjúkdóm-
ar 15, nef- og koksjúkdómar 9, kvið-
slit 8, húðsjúkdómar 5. Alls komu 90
öörn i þennan flokk, 58 stúlkur og 32
drengir, eða 15,1% barnanna. Yfirleitt
öar töluvert meira á kvillunum hjá
stúlkubörnunum heldur en drengjun-
um, sérstaklega í eldri aldursflokkun-
um, en þar vega mest, stúlkunum í
óhag, hryggskekkjan (15/4) og lúsin
(16/3), og voru þó stúlkurnar nokkru
færri en drengirnir. Að lokum kom í
Ijós við skoðunina, að kok eða/og nef-
kirtlar höfðu verið teknir úr 99 börn-
Uffl (16,7%), flestum fyrir skólaaldur,
°g að 30 börn notuðu þegar sjóngler,
21 stúlka og 9 piltar, eða 5,0% barn-
anna.
Eyrarbakka (166). Allmikið ber á
tannskemmdum. Lítið um eitlaþrota
°g eitlaaukningu, enda almenn lýsis-
urykkja og ljósböð. Óþrifakvillar næst-
111,1 horfnir; þó varð að vikja 3 börn-
um úr skóla vegna kláða.
Keflavikur (788). Yfirleitt verður
uo telja heilsufar barnanna gott, og
uvað óþrifakvilla snertir, er um áber-
andi framför að ræða.
E. Aðsókn að læknum og
sjúkrahúsum.
Um tölu sjúklinga sinna og fjölda
erða til læknisvitjana, annað hvort
eða hvort tveggja, geta læknar i eftir-
farandi 21 héraði:
% af héraðs-
Tala búum Ferðir
Klenniárnsrevkia . 1320 98,4 293
Ólafsvíkur 1630 123,5 -
Búðardals 551 46,7 192
Reykhóla - - 78
Flateyjar - - 14
Þingeyrar 645 87,8 51
Flateyrar 912 81,6 40
Arnes 228 56,6 32
Hvammstanga .... 1620 102,2 -
Blönduós - - 124
Sauðárkróks 3184 127,1 149
Hofsós — — 235
Ólafsfj 739 79,2 -
Akureyrar 8060 77,8 396
Grenivikur 703 152,8 83
Breiðumýrar - - 291
Kópaskers - - 90
Þórshafnar 659 66,6 69
Vopnafj 988 143,8 -
Nes 3120 194,0 47
Ilafnar - - 90
Samkvæmt þessu nemur meðalsjúk-
lingafjöldi í héruðum þessum á árinu
96,6% af ibúatölu héraðanna (á fyrra
ári 96,8%). Fjöldi læknisferða á ár-
inu nemur til uppjafnaðar í héraði
133,8 (125,1).
Á töflum XVII og XVIII sést að-
sóknin að sjúkrahúsum á árinu. Legu-
dagafjöldinn er lítið eitt meiri en árið
fyrir: 478755 (465612). Koma 3,2
sjúkrahúslegudagar á hvern mann i
landinu (1952: 3,2), á almennum
sjúkrahúsum 1,8 (1,8) og heilsuhæl-
um 0,61 (0,67).
Sjúkdómar þeirra sjúklinga, sem
lágu á hinum almennu sjúkrahúsum á
árinu, flokkast þannig (tölur síðasta
árs í svigum):
Farsóttir 2,7 % ( 2,3 %)
Kynsjúkdómar .. . 0,1 — ( 0,1—)
Berklaveiki 1,5 — ( 1,7—)
Sullaveiki 0,1 — ( 0,1—)
Krabbamein og ill-
kynjuð æxli .... 3,3 — ( 3,0—)
Fæðingar, fósturlát
o. þ. h 20,1 — (23,7 —)
Slys 7,0 — ( 6,4—)
Aðrir sjúkdómar .. 65,2 — (62,7 —)