Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Qupperneq 124
konunnar. Komin 8 vikur á leið.
íbúð: 2 herbergi og eldhús í held-
ur lélegum bragga. Fjárhagsástæð-
ur: Örorkustyrkur eiginmanns,
kr. 510.00 á mánuði, barnalífeyrir
etc., kr. 1200.00 á mánuði.
Sjúkdómur : Spondylitis tbc.
ante. Phlebitis crurum recidivans.
Fibromyomata uteri.
Félagslegar ástæður:
Fátækt og örorka eiginmanns.
5. 29 ára g. bakara, Reykjavík. 5
fæðingar á 8 árum. 3 börn (8, 2
og %2 árs) í umsjá konunnar.
Komin 10 vikur á leið. íbúð: 1
herbergi í íbúð foreldra. Fjár-
hagsástæður: Eiginmaður at-
vinnulaus.
Sjúkdómur : Molimina gravi-
ditatis ante.
Félagslegar ástæður:
Þröngur húsakostur og atvinnu-
leysi eiginmanns.
6. 29 ára g. afgreiðslumanni, .. .nesi.
4 fæðingar á 8 árum. 4 börn (8,
6, 2 og %2 árs) i umsjá konunnar.
Komin 4 vikur á leið. íbúð sæmi-
leg. Fjárhagsástæður ekki góðar.
5 j ú k d ó m u r : Depressio men-
tis periodica.
Félagslegar ástæður:
Heilsuleysi eiginmanns. Þröngur
efnahagur.
7. 26 ára g. verkamanni, Reykjavík.
2 fæðingar á 3 árum. Ekki tekið
fram, hvort börnin séu i umsjá
konunnar. Komin 6 vikur á leið.
íbúð heilsuspillandi. Fjárhagsá-
stæður ekki greindar.
Sjúkdómur : Schizophrenia.
Félagslegar ástæður:
Heilsuspillandi ibúð.
8. 29 ára óg., en býr með sjómanni,
Hafnarfirði. í fyrsta skipti barns-
hafandi og komin 8 vikur á leið.
íbúð: 1 herbergi og eldhús. Fjár-
hagsástæður lélegar.
Sjúkdómur : Tbc. pulmonum
duplex.
Félagslegar ástæður:
Hefur undanfarin ár búið með
vinhneigðum manni, og eru þau
nú að slíta samvistum.
9. 35 ára, g. bifvélavirkja, heimili
ekki greint. 6 fæðingar og 1 fóst-
ureyðing á 16 árum. 6 börn (16,
11, 9, 7, 4 og 1 árs) i umsjá kon-
unnar. Komin 10 vikur á leið.
íbúð: Skúr og naumast hægt að
tala um herbergi. Fjárhagsástæð-
ur mjög lélegar.
Sjúkdómur : Pyelonephritis.
Félagslegar ástæður:
Er mjög illa gefin. Ofdrykkja eig-
inmanns.
10. 17 ára óg. símamær, . . .vík. 1
fæðing fyrir 1% ári. Barnið í um-
sjá móðurinnar. Komin 5 vikur á
leið. íbúð: Býr hjá foreldrum.
Fjárhagsástæður: Hefur í 2 mán-
uði unnið fyrir kr. 1500,00 mán-
aðarkaupi.
Sjúkdómur : Andlegur van-
þroski( l)1).
Félagslegar ástæður:
Móðir heilsubiluð og stúlkunni
talið ófært að annast fleiri börn.
11. 38 ára g. verkamanni í Reykjavik.
4 fæðingar og 1 fósturlát á 12 ár-
um. 3 börn (12, 10 og 5 ára) í
umsjá konunnar. Komin 8 vikur
á leið. íbúð: 2 herbergi, sæmileg.
Fjárhagsástæður: Verkamanns-
laun.
Sjúkdómur: Melancholia post
partum.
Félagslegar ástæður:
Fátækt og skortur húshjálpar.
12. 40 ára fráskilin, vinnur heima að
sælgætisgerð, Reykjavík. 2 fæð-
ingar og 1 fósturlát á 18 árum.
Komin 8 vikur á leið. 2 börn (18
og 11 ára) í umsjá konunnar. íbúð
ekki greind. Fjárhagsástæður ekki
greindar.
Sjúkdómur : Depressio men-
tis psychogenes.
Félagslegar ástæður:
Fátækt og einstæðingsskapur.
Skildi við mann sinn vegna of-
drykkju hans. Sambúð við barns-
föður kemur ekki til greina vegna
ölæðisofstopa hans.
13. 25 ára g. verkamanni, Reykjavík.
3 fæðingar og 1 fóstureyðing á 4
árum. Komin 7 vikur á leið. 3
1) Ekki sjúkdómur og ógilt tilefni fóstur-
eyðingar. Var samkvæmt ákvörðun dómsmála-
ráðuneytis látið varða áminningu.