Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Qupperneq 136
1953
— 134 —
vöðvaþynnu. Arteria maxillaris ex-
terna var heil og aðrar stórar æðar,
en auðséð var á fötum mannsins, að
allmikið hafði blætt, þvi að jakki og
önnur föt voru öll blóðstorkin. Gekk
ég sem bezt frá áverkanum, en sendi
síðan manninn til frekari rannsóknar
inn á sjúkrahús, þ. e. Hvitabandið, en
síðar Landsspítalann. Er leitað var
eftir meðvitund mannsins eftir að-
gerðina, gat hann greint frá nafni og
heimilisfangi, fór i stígvél sín sjálfur
og gekk út í bíl. Skurðurinn á hálsi
greri pr. primam. En er inneftir kom,
smáþyngdi sjúklingnum, og kom i ljós,
að hann hafði fengið smáheilablæð-
ingu eftir mikil höfuðhögg. Fékk að
lokum lungnabólgu ofan á annað og
lézt nokkrum dögum síðar. Kom í ljós
við rannsókn, að þarna höfðu verið
að verki Ameríkumaður og Hafnfirð-
ingur. Höfðu þeir eftir drykkju barið
manninn rænulausan og, að því er
bersvnilegt virðist, gert allrækilega
tilraun til að skera manninn á háls,
kastað honum svo út í bil, og þar
hafði hann legið í marga klukkutima
þennan kalda marzmorgun. Aldrei
tókst að upplýsa að fullu áverkann á
hálsinum, en hann virtist gerður i
augljóslega glæpsamlegum tilgangi. Fé-
lagarnir 2, Amerikumaðurinn og Hafn-
firðingurinn, voru dæmdir í 2—3 ára
fangelsi, og fannst mér það vægur
dómur eftir aðstæðum við fyrstu sýn
og raunverulegum afleiðingum.
í þessum 33 héruðum, þar sem um
slys er getið, eru talin beinbrot og
liðhlaup, eins og greinir i yfirliti því,
sem hér fer á eftir. Það framtal segir
litið um fjölda beinbrota og liðhlaupa,
sem fyrir hafa komið, og hefur svo
jafnan verið um þessa skýrslugerð, því
að héraðslæknar tíunda ekki þessi
slys með neinni reglu. Fara má nærri
um, að yfirlitið sýnir mjög óverulegan
hluta beinbrota og liðhlaupa jafnvel í
þeim 33 héruðum, sem til greina
koma, með þvi að einmitt hin fjöl-
mennustu þeirra falla algerlega und-
an, þar sem hlutaðeigandi héraðs-
læknar greina þessi slys ekki tölulega
(Rvík, Hafnarfj., Akureyrar, Vest-
mannaeyja, Keflavíkur). Af þessu ár-
leg'a yfirliti má helzt marka nokkuð
töluhlutfall hinna ýmsu beinbrota og
liðhlaupa.
Beinbrot:
Fract. cranii ............. 1
— nasi ................... 4
— maxillae ............... 1
— mandibulae ............. 1
— vertebrae .............. 1
— costae (-arum) ........ 37
.— claviculae ............ 14
— tuberculi humeri .... 1
— humeri v. brachii ... 4
— olecrani ............... 1
— antibrachii ............ 7
— radii ................. 17
— ulnae .................. 1
— ossis navicularis .... 1
— metacarpi .............. 3
— digiti (-orum) manus . 13
— coccygis ............... 1
— colli femoris .......... 2
— femoris ................ 4
— cruris ................ 11
— tibiae.................. 6
— fibulae................. 7
— malleolaris ............ 7
— tali ................... 1
— metatarsi .............. 5
— hallucis................ 2
— non definitae.......... 25
------- 178
Liðhlaup:
Lux. mandibulae ........... 1
— humeri ................ 12
— cubiti ................. 2
— (subluxatio) radii
(perannularis) ......... 4
— radii .................. 3
— carpi .................. 1
— ossi lunati ............ 1
— phalangis v. digiti
manus .................. 4
— pedis .................. 1
— digiti pedis ........... 1
—- non definitae........... 4
------- 34
212