Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Page 137
— 135 —
1953
VI. Geðveikir, fávitar, daufdumbir, málhaltir,
heyrnarlausir, blindir og- deyfilyfjaneytendur.
Töflur XV—XVI.
Skýrslur hér að lútandi hafa bor-
izt úr öllum héruðum, en skýrslan úr
lieykjavík tekur þó enn sem fyrr að-
eins til fávita, daufdumbra og blindra.
Allri þessari skýrslugerð er auðsjáan-
lega jafnan mjög áfátt.
Uni skynditalning sjúklinga með
geð- og taugasjúkdóma, sem fram fór
ú þessu ári að tilhlutan læknasamtak-
anna í Reykjavík, vísast til skýrslu
oorgarlæknis hér á eftir. Um fjölda
s'ikra sjúklinga utan Reykjavíkur
skýtur nokkuð skökku við tíundun
heraðslækna í ársskýrslum þeirra,
shr. töflu XV, en vel má vera, að
sJuklingar með ýmsa taugasjúkdóma
seu taldir svo margir, að það skýri
tuuninn.
Um geðveika*
Rvik. Lítið hefur verið vitað um
Rölda geðveikra hér i Reykjavík hing-
uo til, 0g raunar er erfitt að gera sér
grein fyrir, hver hann væri og hver
'upri sjúkrarúmaþörf slíkra sjúklinga.
tl þess að hægt væri að fá hug'mynd
utn þetta, var ákveðið að láta fara
ram eins konar manntal á öllum sjúk-
lngum með geð- og taugasjúkdóma,
sem væru undir læknishendi á á-
nveðnnm degi, og var athugunin mið-
uð við 15. marz 1953. í upphafi var
*tlunin, að talning þessi næði aðeins
u Reykjavikurlæknishéraðs, en að til-
°gu landlæknis og með aðstoð hans
'ar hún látin ná til all.s landsins.
1 )ör bárust frá 84 læknum í Reykja-
'ik og úr 31 héraði utan Reykjavikur
|un samtals 1507 sjúklinga, þar af 909
eykvikinga. Konur voru 827, en karl-
dr 680. Af þessum 1507 sjúklingum
' oru 535 j sjúkrahúsum eða einhvers
1{onar hælum (308 konur og 227 karl-
ar). Sjúkrarúm vantaði fvrir 162 í við-
°t (88 konur og 74 karla), þar af 97
ueykvíkinga. Um 63 (29 konur og 34
harta) er ekki vitað með vissu. Af
Peini 162 sjúklingum, sem sjúkrarúm
vantar fyrir, eru 29 með psycliosis
maniodepressiva, 12 með schizophre-
nia, 23 með neurosis, 27 með alcho-
holismus, 50 með aðrar psychosur og
11 með organiska taugasjúkdóma.
Framangreind athugun var einnig lát-
in ná til ofdrykkjumanna og deyfi-
lyfjaneytenda. Ofdrykkjumenn voru
taldir 129 á öllu landinu og deyfilyfja-
neytendur 21 (10 karlar og 11 konur),
þar af 13 morfinistar og 4 ampheta-
mínistar.
HafnarfJ. Geðveikir menn eru hinir
sömu og árið áður, og enginn veru-
lega óður, nema ef til vill 1 sjúklingur
með dementia senilis, sem er i heima-
húsum og mjög órólegur með köflum.
Nokkrir munu vera í bænum, sem eru
andlega volaðir, en geta ekki talizt
geðveikir.
Borgarnes. Maður um fertugt var á
ferðalagi með fundahöldum, varð fyr-
ir svefnleysi og missti ráð.
Arnes. 71 árs karlmaður, sem verið
hefur geðveikur i 9 ár, dvelst í hér-
aðinu. Liggur hann rúmfastur og er
alltaf rólegur.
Kleppjárnsreykja. 5 tilfelli.
Ólafsvíkur. Dementia 2, dementia
senilis 1, psychosis 4, psychoneurosis
1.
Búðardals. Depressio mentis: 2
sjúldingar. Fengu báðir lost og batn-
aði.
Flateyjar. Enginn geðveikur.
Þingeyrar. 3 tilfelli.
Flateyrar. 2 sjúklingar teknir af
skrá. Hafa verið við góða heilsu í ár.
Hólmavikur. Kona á fertugsaldri
fékk aðkenningu af psychosis manio-
depressiva. Hefur fengið svipað til-
felli áður. Batnaði vel á tveggja mán-
aða tíma.
Hvammstanga. 2 geðsjúklingar, sem
var getið i fyrra, fóru á Klepp.
Blönduós. Á árinu dóu 2 geðbiluð
gamalmenni, bæði á níræðisaldri, en
enginn geggjaðist.