Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Síða 143
141 —
1953
þá setti heilbrigöisstjórnin fyrrver-
andi amanuensis minn og víkar,
Friðrik J. Friðriksson, aðstoðarlækni
hér. Starfsmaður í lyfjabúð minni er
enn sem fyrr Helgi B. Helgason, en
hann hefur nú unnið þar i 12 ár og
hefur að miklu leyti á hendi reikn-
ingsfærslu mína. Sú breyting varð á
Ijósmæðraskipun héraðsins, að Anna
Andrésdóttir lét af störfum sem ljós-
móðir fyrir dalahreppana sökum gift-
mgar og bústarfa, en sett var i staðinn
Helga Jóhannsdóttir til árs.
Ólafsfj. Björgúlfur Ólafsson læknir
var staðgengill minn frá 1. apríl og
fram i júní.
Akureyrar. Héraðslæknirinn fót ut-
an í 3 mánuði. Sótti hann námskeið,
er haldið var i Gautaborg á vegum
heilbrigðisstofnunar Sameinuðu þjóð-
anna fyrir norræna embættislækna.
Er héraðslæknirinn kom heim úr
þessu ferðalagi, fór Pétur Jónsson
iseknir til Þýzkalands og dvaldist þar
við nám í 2 mánuði. Staðgengill beggja
þessara lækna i fjarveru þeirra var
Einar Pálsson cand. med. & chir.
Þórshafnar. Stefán Haraldsson hér-
aðslæknir hvarf frá héraðinu í sept-
emberlok til framhaldsnáms í Sviþjóð.
Eárus Jónsson læknir gegndi héraðinu
jh 15. nóvember, en 1. nóvember var
það veitt núverandi héraðslækni.
Sej/ð'ís/7. í Loðmundarfirði er engin
jjósmóðir. Um áramót tók hér við
fyfjabúðinni til rekstrar og eignar lyf-
®ali lörgen Johansen frá Reykjavík.
Eggert Ö. Jóhannsson cand. med. &
chir. var staðgengill héraðslæknis i 6
manuði, október—apríl, i fjarveru
hans erlendis.
húða. 1. mai kom ljósmóðir i Fá-
skrúðsfjarðarumdæmi eftir 8 ára 1 jós-
moðurleysi í því umdæmi.
Djúpavogs. Ljósmóðurlaust i Geit-
hellnahreppi eins og undanfarin ór.
f estmannaeyja. Skólahjúkrunarkon-
an, Kristjana Guðmundsdóttir, og
hj úkrunarkona heilsuverndarstöðvar-
innar, Marta Sigurðardóttir, létu af
stórfum á árinu, en við tók ungfrú
■ionína Waagfjörð, sem starfaði bæði
við barnaskólann og heilsuverndar-
stöðina.
3. Sjúkrahús og heilbrigðis-
stofnanir.
A. Sjúkrahús. Töflur XVII—XVIII.
Sjúkrahús og sjúkraskýli teljast á
þessu ári samkvæmt töflu XVII 48 alls
og er 1 fleira en á síðast liðnu ári,
með því að við hefur bætzt síðan hinn
nýi hjúkrunarspitali, Sólvangur, i
Hafnarfirði. Er hann talinn til al-
mennra sjúkrahúsa, þó að hæpið
kunni að vera, en annars staðar virð-
ist hann ekki eiga fremur heima, enda
ýmis sjúkrahús og sjúkraskýli úti um
land, þótt talin hafi verið til almennra
sjúkrahúsa, lítið annað en hjúkrunar-
slofnanir, og færast æ fleiri þeirra
xneira og meira i það horf.
Rúmafjöldi allra sjúkrahúsanna telst
1519. Koma þá 10 rúm á hverja 1000
ibúa. Almennu sjúkrahúsin teljast 42
með 938 rúmum samtals, eða 6,2%».
Rúmafjöldi heilsuhælanna er 257, eða
1,7*..
Rvík. í nóvember tók til starfa ný
deild við Landsspitalann, blóðbank-
inn. Er það fyrsta stofnun sinnar teg-
undar hér á landi, og er tilgangur
hennar sá að hafa stöðugt til taks
nægilegt magn af blóði, þannig að það
fullnægi þörfum sjúkrahúsanna i
Reykjavík og víðar, eftir því sem við
verður komið. Enn fremur eru sjúk-
lingar með alvarlegt blóðleysi sendir
í blóðbankann, þar sem þeim er gefið
blóð. Auk þess annast stofnunin blóð-
flokkun og aðrar rannsóknir i sam-
bandi við blóðflokka. Forstöðumaður
blóðbankans er Elias Eyvindsson
læknir. Byrjað var á uppgrefti fyrir
viðbyggingu við Landsspítalann. 1
þeirri byggingu, er rúma skal 105
sjúklinga, mun væntanleg barnadeild
fá um helming rúmanna. Einnig er
ákveðið, að þar verði þjálfunardeild
fyrir lamaða og fatlaða. Bæjarspítali:
Byggingarframkvæmdir voru litlar á
árinu.
Hafnarfj. Sjúkrahúsið fullt allt árið,
enda leitar þangað nokkuð af utan-
héraðsfólki, einkum af Suðurnesjum.
Iljúkrunarspítalinn nýi, Sólvangur,
var vígður og tók til starfa í byrjun