Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Page 144
1953
— 142
nóvember. Voru þá fluttir þangað allir
vistmenn gamla elliheimilisins, 29 að
tölu. Auk þess bættist fljótt við far-
lama fólk úr Reykjavík og annars
staðar að, svo að um áramót voru þar
um 40 manns. Alls á stofnunin að
rúma 100 vistmenn, þar af fæðingar-
deildin um 20, en fyrirhugað er, að
hún byrji með vorinu. Húsakynni eru
öll hin vistlegustu, stofur bjartar og
rúmgóðar. Lyfta er í húsinu fyrir fólk
og önnur úr eldhúsi fyrir mat. Á
neðstu hæð eru nokkrar stofur í suð-
urenda, þar sem heilsuverndarstöð á
að hafa aðsetur, og er þar herbergi
fyrir röntgentæki. Ljósastofa er þar
tekin til starfa fyrir börn undir skóla-
aldri, en ljósastofa fyrir skólabörnin
verður eftir sem áður í barnaskólan-
um.
Kleppjárnsreykja. Sjúkraskýlið ekki
starfrækt.
Borgarnes. Sjúkrahúsið á Akranesi
er nú tekið til starfa, og hefur skap-
azt þar möguleiki á að fá spitalapláss
fyrir sjúklinga héðan úr Borgarfjarð-
ar- og Mýrasýslum, enda er vegakerfi
um þetta svæði svo gott, að næstum
aldrei þarf að verða hindrun á að
koma sjúklingi á spítala á Akranesi,
ef á liggur og ekki þarf beinlínis að
koma honum á spítala í Reykjavík.
Búðardals. Röntgentækið hefur ver-
ið allmikið notað. Skortir þó héraðs-
lækni þekkingu til að nota það sem
skyldi. Veitti ekki af, að berklaeftir-
litið kæmi upp námskeiðum í skyggn-
ingu og myndatöku fyrir héraðslækna,
þvi að flestir munu þeir harla fáfróðir
í þeim efnum. Skyggningar gerðar 30
sinnum. Loftbrjóst um 70 sinnum á 3
sjúklingum.
Flateyrar. Sjúkraskýlið rekið eins
og áður.
Bolungarvíkur. Lokið við lækninga-
stofu, biðstofu, Ijósastofu og rannsókn-
arstofuna í læknis- og sjúkraskýlis-
byggingunni. Fluttist læknirinn í
byrjun nóvember i þessi herbergi og
notar rannsóknarskonsuna sem lyfja-
búð, en innrétting lyfjabúðar er enn
ekki hafin. Neðri hæðin var og gróf-
pússuð.
Hvammstanga. Sjúkraskýlið starf-
rækt á sama hátt og áður. Aðsókn
meiri en nokkru sinni fyrr. Framlag
sýslusjóðs með minna móti, aðeins
rúmar 27 þúsund krónur.
Blönduós. Svo vel hefur tekizt til
með rekstur sjúkrahússins, að það hef-
ur verið rekið rekstrarhallalaust sið-
ast liðin 2 ár, enda þótt daggjöldin
séu lág. Þau voru 40 krónur á legu-
dag framan af árinu, en hækkuðu á
þvi miðju upp í 45 krónur og hafa
haldizt það siðan. Fyrir grunni hér-
aðsspitalans hafði verið grafið og lóð-
in ræst haustið 1951. Kjallarinn, sem
má heita allur í jörðu, var steyptur
haustið 1952, en nú var hafizt handa
fyrir alvöru og húsið gert fokhelt.
Jafnframt var sú breyting gerð á því,
að sett var Mansardþak á húsið í
slað valmaþaks, og fékkst með þvi
beil hæð til viðbótar. Fæst með því
ágætt rúm fyrir 25 vistmenn á hjúkr-
unardeild í viðbót við þau 30 rúm,
sem eru á aðalsjúkrahæð hússins. í
húsinu eru auk þess ibúðir fyrir yfir-
lækni og aðstoðarlækni, auk ibúða
fyrir allt annað starfsfólk, og allgott
húsrými fyrir heilsuverndarstöð. í
kjallara liússins eru miklar og góðar
geymslur og ágætt rými fyrir nætur-
hitun með rafmagni. Þar er og svo
rúmgott þvottahús, að hægt verður að
taka þvott af almenningi, ef það álízt
hagkvæmt. Spitalanum fylgja nokkrar
dagsláttur af túni, svo að hægt verður
að rækta allmikið af trjám eða gera
„park“ á hluta lóðarinnar. Hafa Hún-
vetningar á Akureyri byrjað að gefa
trjáplöntur og munu halda því áfram,
en mæðgur einar hér innan héraðs,
sem reka trjáplöntuuppeldi, hafa þeg-
ar gefið 1000 birkiplöntur. í viðbót
við þær gjafir, sem lagðar höfðu ver-
ið áður fram af félagasamtökum og
einstaklingum, var hafin almenn fjár-
söfnun um alla hreppa sýslunnar, og
gengur hún vel. Ekki mun og af veita,
því að hér er um stórhýsi að ræða,
yfir 8000 rúmmetra, og mun þvi húsið
sjálft kosta um fjórar milljónir króna,
þótt reiknað sé með 30—40% lægri
byggingarkostnaði en tiðkast við opin-
berar byggingar yfirleitt. Fram að
þessu hefur tekizt að halda byggingar-
kostnaðinum það lágum, þrátt fyrir
það, að vandað er á allan hátt til