Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Page 156
195S
154 —
degi hverjum, handklæðum og hrein-
lætisvörum og akstri til og frá dag-
lieimilinu (vegna staðhátta verður eigi
hjá þvi komizt). Á dagheimilinu störf-
uðu 1 forstöðukona, 2 fóstrur og sú
þriðja i tvo mánuði; 2 eldhússtúlkur.
Félagið innheimti hjá foreldrum 250
kr. á mánuði fyrir hvert barn, en
nokkur börn voru tekin endurgjalds-
laust. Á árinu fékk félagið til rekstrar
Pálmholts kr. 6000,00 styrk úr ríkis-
sjóði og kr. 15000,00 styrk frá Akur-
eyrarbæ. Það fé, sem þurft hefur til
rekstrar Pálmholts, auk dvalargjald-
anna og þessara styrkja, hefur kven-
félagið Hlíf lagt fram, enda gengst fé-
lagið fyrir fjáröflun árlega í þágu
dagheimilisins.
G. Fávitahæli á Kleppjárnsreykj'um
og í Kópavogi.
í ársbyrjun voru á Kleppjárnsreykja-
hæli 24 fávitar, 12 karlar og 12 konur;
10 komu á hælið á árinu, allt konur,
en 13 fóru, 11 karlar og 2 konur;
enginn dó. Vistmenn í árslok voru því
21, 1 karl og 20 konur. Dvalardagar
alls: 7960.
Á Kópavogshæli, sem enn tekur að-
eins við karlmönnum, voru vistmenn
i ársbyrjun 5. Á árinu bættust við 27;
enginn fór, og enginn dó. Vistmenn í
árslok því 32. Dvalardagar alls 9587.
Rvík. Deild sú við fávitahælið í
Kópavogi, er tekin var í notkun síðast
liðið ár, varð fljótlega fullskipuð.
Unnið var að byggingu annarrar deild-
ar jafnstórrar, sem gert er ráð fyrir
að verði fullgerð á árinu 1955.
H. Elliheimili og þurfamannahæli.
Rvík. Hafin var bygging nýrrar
álmu við elliheimilið Grund. Mun þar
verða hluti af sjúkradeild, heilsu-
gæzludeild og skrifstofur.
Seyðisfí. Bærinn rekur enn sérstakt
elliheimili með um 10 vistmönnum.
Reksturinn er dýr, eins og að likum
lætur á þessum tímum. Meiningin er
að sameina það sjúkrahúsinu.
Rvík. í þurfamannahæli bæjarins
að Arnarholti dvöldust alls 60 manns
á árinu. í árslok voru vistmenn 42.
Af vistmönnum voru 34 konur og 26
karlar. Mikill meiri hluti þeirra er
miðaldra fólk eða eldra. Eftir sjúk-
dómsgreiningu skiptast þeir þannig:
Geðveiki 32, fávitaháttur 17, áfengis-
eitrun 4, elliglöp 4, flogaveiki 1, lama-
riða 1 og eftirstöðvar æðabilunar i
miðtaugakerfi 1. Læknir hælisins er
borgarlæknir, sem varð trúnaðarlækn-
ir bæjarins að Árna Péturssyni látn-
um, en sérfræðingur þess í tauga- og
geðsjúkdómum er Kristján Þorvarðar-
son.
I. Vinnuheimili Sambands íslenzkra
berklasjúklinga að Reykjalundi.
Yfirlæknir stofnunarinnar gerir svo-
látandi grein fyrir rekstri hennar á
árinu 1953:
Á árinu var fyrsti vinnuskálinn hér
fullgerður og tekinn í notkun. Skálinn
er mjög vönduð bygging, 600 m2
grunnflötur, og vinnuskilyrði betri en
ahnennt gerist á vinnustöðum í land-
inu. Það var mikil breyting á aðbúð
vistmanna að hverfa úr hermanna-
skálunum, lekum og ýmist of heitum
eða köldum, og koma í þessar björtu
og rúmgóðu vistarverur. Vinnuheim-
ilið keypti 2 plastfyrirtæki, Plastic
h/f og Plastvörur s/f, og er nú plast-
iðja aðalverkefni vistmanna að
Reykjalundi. Vinna við plastvörur er
létt, auðveld og hreinleg og virðist
einkar hentug fyrir lasburða fólk. Hef-
ur einnig þann mikla kost, að við er-
um einir um framleiðslu á plastvörum
i landinu og þurfum þvi ekki að ótt-
ast óánægju framleiðenda vegna sam-
keppni. Hér voru í ársbyrjun 89 vist-
menn, 35 komu á árinu, 14 konur og
21 karl. 43 fóru á árinu, þar af 35 til
vinnu, en 8 fóru á hæli eða sjúkrahús
til aðgerða. Vistmenn voru 81 i árs-
lok. Vistdagar voru 28649, veikinda-
dagar vistmanna voru 2,8% af vistdög-
um. Vinnustundir alls hjá vistmönn-
um voru 100275 st. Meðaldvalartími
þeirra, er fóru, var um 2 ár. Fræðsla
fór fram með sama hætti og áður, i
iðnskólafræðsla, námskeið í málum og
vélritun, auk verklegrar kennslu.