Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Side 157
155 —
1953
J. Yfirlit um lyfjabúðareftirlit.
Eftirlitsmaður lyfjabúða gerir svo-
látandi grein fyrir eftirliti með lyfja-
búðum á árinu 1953:
Veiting lyfsöluleyfa á árinu.
Stjörnuapótek, Akureyri. Ráðning
forstöðumanns frá 1. des. staðfest 28.
nóv. Sigriður Aðalsteinsdóttir (f. 26.
sept. 1921). Kand. 1948, Kh. Sbr.
Seyðisfjarðarapótek.
Vesturbæjarapótek, Reykjavík, 8.
des. 1953: Birgir Einarsson (f. 24. okt.
1914). Kand 1941, Kh. Sbr. Neskaup-
slaðarapótek.
Fjöldi lyfjabúða. Lyfjabúðir voru
hér í lok ársins 20 talsins. Hafði ein
ný bætzt við á árinu, Apótek Austur-
hæjar, Rvík.
Starfslið. Starfslið lyfjabúðanna fyr-
ir utan lyfsala var sem hér segir, en
tölur eru miðaðar við dag þann, er
skoðun var gerð á hverjum stað: 23
lyfjafræðingar (cand. pharm.), 18
karlar og 5 konur, 11 lyfjasveinar
lexam. pharm.), 5 karlar og 6 konur,
6 lyfjafræðinemar (stud. pharm.), 4
Piltar og 2 stúlkur og annað starfsfólk
144 talsins, 25 karlar og 119 konur.
Húsakynni. Húsakynni tveggja lyfja-
búða voru aukin allverulega á árinu.
Viða voru gerðar stórfelldar endur-
bætur á húsakynnum, geymslupláss
aukið með haganlegri innréttingu, sal-
erni og vaskar endurnýjað, loftræsting
endurbætt o. s. frv.
Lyfjabúð sú, er tók til starfa á ár-
lnu, er til húsa i nýju tvílyftu húsi
ineð risi og kjallara. Hefur lyfjabúðin
til afnota jarðhæð og kjallara.
A einum stað festi lyfsali kaup á
búsi því, er hann hafði frá stofnun
lyfjabúðarinnar og til þessa haft á
leigu fyrir lyfjabúðarrekstur sinn.
Umgengni virtist yfirleitt vera góð
°8 þrifnaður almennt sæmilegur. Á
einum stað gaf þó vanræksla i þess-
um efnum tilefni til átölu.
Kostur áhalda. Víða var kostur á-
nalda stórlega bættur á árinu. Þessi
tæki hafa m. a. verið útveguð: Kæli-
skápur, glasaþurrkofn (2 lyfjabúðir),
jykþéttur kyrniskápur (2), fullkomin
þvottatæki, stungulyfjagerðaráhöld (á-
fyllingar-, lokunar- og þvottatæki) af
fullkomnustu gerð, rannsóknarvog og
vogarlóð, Westphals-eðlisþyngdarvog,
eimingartæki, smyrslvél, titrumælir
(potentiometer) o. fl. o. fl.
Nokkrar lyfjabúðir vanræktu að
senda vogir og vogarlóð til löggild-
ingar, svo sem fyrir var lagt, er skoð-
un var gerð i hlutaðeigandi lyfjabúð-
um.
Rannsóknir á lyfíum gerðum í lyfía-
búðnm. Lyfjarannsóknir, er tóku til
eðlisþyngdarákvarðana á lausnum,
þunga- og rúmmálsathugana á kyrn-
um, rannsókna á skömmtum, töflum,
augndropum (og augndropaglösum) og
stungulyfjum, voru eins og áður ýmist
framkvæmdar á staðnum eða þá, að
sýnishorn voru tekin og farið með þau
til athugunar, en þá var jafnan skilið
eftir i vörzlu lyfsala sams konar lyf
og það, sem tekið var sýnishorn af,
innsiglað. Fer hér á eftir yfirlit um
niðurstöður þessara rannsókna:
1) Skammtar. Rannsakaðar voru 63
tegundir skammta. Reyndist þungi 56
þeirra vera innan óátalinna þungafrá-
vika lyfjaskrár, 6 (9,5%) reyndust
vera utan frávika lyfjaskrár, en einni
tegund var fargað vegna skemmda af
langri geymslu. Mesta þungaskekkja
reyndist vera 150%.
2) Eðlisþyngdarákvarðanir. Eðlis-
þyngd 166 lausna var mæld. Reyndist
eðlisþyngd 16 þessara lausna (9,6%)
víkja um skör fram hjá réttu marki.
3) Kyrni. Þunga- og rúmmálspróf
voru gerð á 16 tegundum kyrna.
Reyndist þungi 9 tegunda (56,3%)
vera utan óátalinna frávika lyfjaskrár.
4) Töflur. Þungarannsóknir voru
gerðar á 33 töfludeildum. Reyndist
þungi þeirra allra vera innan óátal-
inna frávika lyfjaskrár. Magn virkra
efna var og ákvarðað i 8 af töfludeild-
um þessum. Reyndist magn virkra
efna í þeim öllum vera innan óátal-
inna frávika lyfjaskrár.
5) Augndropar og augndropaglös.
Gerð voru sævingarpróf á 19 tegund-
um augndropa og lausnum ætluðum
í augndropa. Reyndist gerlagróður
vera í 5 (26,3%) af lausnum þessum.
Einnig voru framkvæmd sævingarpróf