Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Side 160

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Side 160
1953 158 Bað er sjaldgæfur luxus hér í sveit. Kamrar eða klósett eru víðast hvar á heimilum, sem ég þekki til. Þrifnaður er góður á einstaka heimili, en víða er honum ábótavant, og á stöku heim- ili er sóðaskapur sýnilega mikill, bæði utan húss og innan. Fullgerð var á árinu mjög rúmgóð ibúð handa sókn- arprestinum. Hafði presturinn undan- farin 2 ár búið í læknisbústaðnum í Árnesi. Varð hann, meðan hann bjó þar, að láta húsgögn sin standa á miðju gólfi til þess að verja þau skemmdum vegna raka. Hólmavíkur. Hafin bygging prests- bústaðar á Hólmavík, og mun honum verða lokið á næsta ári. Hvammstanga. Töluvert um bygg- ingarframkvæmdir, eins og undanfar- in ár. 12 íbúðarhús i smiðum i hér- aðinu og 16 gripahús og heyhlöður. Þrifnaður viðast aligóður. Litlar eða engar breytingar á mataræði. Yfirleitt sæmilegt, meira um garðmat en und- anfarið sökum góðrar uppskeru, en ávextir fáanlegir í verzlunum öðru hverju til gamans. Skortur á nýjum fiski til nokkurs baga, en kaupfélagið hefur reynt að bæta úr með útvegun nýs fisks, sem siðan er geymdur í frystihúsinu. Verður þetta þó heldur leiðinlegur matur. Blönduós. Húsakynni fara batnandi ár frá ári, bæði í sveitunum og hér á Blönduósi, því að hér hafa sprottið upp allmörg einbýlishús siðustu 2—3 árin, flest reist af efnalitlum mönnum, sem notið hafa góðs af smáíbúðalán- um. Er þetta miklu meira en sam- svarar fólksfjölguninni á staðnum, því að gömlu tómthúsmannakotin frá aldamótatimunum eru nú sem óðast að hverfa. Flest voru þau úr torfi og timbri, venjulega haðstofa, sem var 1—2 stafgólf, eldhúskompa fram af lienni og einhver geymslukofi. Þau kot, sem eftir eru, hafa flest lent í eigu gamalmenna, karla eða kvenna, sem hafa flutzt hingað úr sveitinni og hafast þarna við sem einsetufólk, þangað til heilsan bilar svo, að yfir- völdin verða að koma því fyrir, þar sem kostur er einhverrar hjúkrunar. Hefur þetta reynzt talsvert vandamál hér, en leysist nú vonandi bráðlega á viðunandi hátt, er nýja sjúkrahúsið tekur til starfa, en það verður einnig hjúkrunarheimili. Sauðárkróks. Á Sauðárlcróki var tekið í notkun 1 einbýlishús á árinu, en nokkur eru í smíðum. Má nú segja, að lítið sé orðið um slæmar ibúðir í bænum, enda hefur mikið verið byggt síðustu 15 árin, en fólki fjölgað litið. Nokkuð er alltaf byggt i sveitinni, bæði íbúðarhús og peningshús, en þó með minna móti. Ólafsfi. Lokið að fullu við byggingu tveggja hæða húss með 2 ibúðum. Nokkrar ibúðir standa auðar vegna burtflutnings. Utanhússþrifnaði er enn mjög ábótavant. Bærinn hefur ekki tekið aftur upp sorphreinsun. Fólk losar sig því sjálft við allt sorp og er mjög hirðulaust með það. Grenivíkur. Byrjað var á byggingu 5 íbúðarhúsa, 3 þeirra hér á Grenivík, 2 i sveitinni. 2 þeirra eru langt kom- in, en ekki er lokið við nema grunn- inn á 2. Húsakynni í héraðinu eru nú yfirleitt góð. Á einum bóndabæ voru húsakynnin svo mikið bætt, að tala má þar um nýtt hús. Eldri timburhús- in ganga úr sér, svo að sum þeirra eru orðin mjög köld. Þrifnaður verð- ur yfirleitt að teljast góður. Þórshafnar. Lokið byggingu 1 iveru- húss i Þórshöfn og 1 bóndabæjar, hvors tveggja úr steini. Hafin bygging á 3 íveruhúsum i Þórshöfn. Húsa- kynnin mörg léleg og þrifnaði ábóta- vant. Vopnafi. Fullgerð voru á árinu 6 íbúðarhús, sem verið hafa í smíðum undanfarin ár og hafin bygging 3—4 nýrra húsa. Uppbyggingu á sveitabýl- um hefur miðað vel áfram hin síðari ár, svo að nú eru aðeins örfáar jarðir, sem ekki eru ný hús á, og þó víðast viðunandi eldri húsakynni. í þorpinu risa stöðugt ný hús, svo að um hús- næðisvandræði er ekki að ræða þar lengur. Liggur jafnvel við, að eldri húsakynni nýtist ekki, þótt nothæf séu. Seyðisfi. Engar nýbyggingar á ár- inu, enda stendur það ekki til, þar sem fólkið hugsar mest um að komast
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224

x

Heilbrigðisskýrslur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.