Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Side 166
Brjóst fengii....... 93,7 %
Brjóst os pela fengu 3,3 —
Pela fengu ........... 3,0 —
í Reykjavík líta samsvarandi tölur
þannig út:
Brjóst fengu........ 98,9 %
Brjóst og pela fengu 0,2 —
Pela fengu ........ 0,9 —
Af 745 ungbörnum, sem hurfu úr
umsjá Heilsuverndarstöðvar Reykja-
víkur á árinu, höfðu samkvæmt
skýrslu stöðvarinnar 616 ungbörn, eða
82,7%, verið lögð á brjóst, 56, eða
7,5%, voru eingöngu alin á pela, en
ókunnugt er um 73, eða 9,8%. Af
brjóstabörnunum voru 152, eða 24,7%,
„eingöngu á brjósti“, 66, eða 10,7%,
í 4—5 (liklega réttara 4—6) mánuði,
110, eða 17,9%, í 3—4 mánuði, 117,
eða 19,0%, í 2—3 mánuði, 137, eða
22,2%, í 1—2 mánuði, og 34, eða 5,5%,
ekki fullan mánuð. Ef gert er ráð fyr-
ir, að þau börn, er voru „eingöngu á
brjósti“, hafi sleppt brjóstinu eftir 6
mánuði, hefur meðalbrjósteldistimi
þeirra numið sem næst 3% mánuði.
Ólafsvíkur. Meðferð ungbarna batn-
andi; þó er vandamál (stomatitis, oft
með sótthita) i sambandi við tann-
töku (túttur og snuð, hvort tveggja
oft óhreint).
Blönduós. Tel hana yfirleitt góða
eins og áður.
Grenivíkur. Góð. Flest börn fá
brjóst um tíma og lýsi snemma. Úti-
vist þeirra of lítil, oft af völdum veðr-
áttu og einnig af því, að enginn er á
heimilunum, sem getur annazt þau
úti.
Seyðisfj. Er yfirleitt góð.
Djápavogs. Góð. Mæðnr þó ekki
nægilega duglegar eða þolinmóðar að
hafa börn sin á brjósti. Lýsisgjafir al-
mennar.
Vestmannaeyja. Má yfirleitt teljast
góð. Þó mun brjóstmötun ekki eins
almenn og æskilegt væri. Við rann-
sókn á þessu atriði á heilsuverndar-
stöðinni kom í ljós, að meðalbrjóst-
mötunartími barna mun vera 2 mán-
uðir, og mun svo hafa verið undan-
farin ár. Mörg börn eru lítið sem
ekkert lögð á brjóst. Stundum er því
haldið fram, að brjóstmötun sé lítils
virði, því að þyngdaraukning pela-
barna só jafnvel meiri. En hæpið virð-
ist að treysta þyngdaraukningunni
einni sem mælikvarða; þvert á móti
getur of ör vöxtur og þyngdaraukning
verið vafasamur ávinningur, eins og
ofvöxtur jurta, sem eru aldar eingöngu
á gerviáburði. Af eðlilegum ástæðum
gefa skýrslur ljósmæðra ekki rétta
mynd af brjóstmötuninni.
9. íþróttir.
Hafnarfj. Lokið var yfirbyggingu
sundlaugarinnar á árinu og hún tekin
í notkun á ný. Tekið hefur verið vatn
til gerlarannsóknar við og við og
fylgzt með hreinlæti í umgengni, og
hefur það verið i góðu lagi.
Borgarnes. Hafizt var handa um
byggingu hitaðrar sundlaugar í Borg-
arnesi.
Ólafsvíkur. íþróttaáhugi meðal ungs
fólks eru töluverður og afrek ekki
næsta lítil, þrátt fyrir slæm skilyrði.
Vantar leikvang og æfingasvæði.
Búðardals. Íþróttalíf, sem og allt
annað félagslíf, í rústum. Mun og eng-
inn félagsskapur þrífast hér deginum
lengur. Fáir eru þeir, sem nenna að
leggja sig eða sitt fram í þágu neins
góðs málefnis. Fórnfýsi, sem áður
þekktist hér, t. d. á meðal ungmenna-
félaga, í þágu félagsskaparins, þekkist
ekki lengur. Skemmtanir þekkjast vart
aðrar en dansskemmtanir og aftur
dansskemmtanir, ef til vill einstaka
sinnum framsóknarvist. Kappræður
eða erindaflutningur þekkist ekki.
Unga fólkið virðist leggja litla rækt
við andann, en stundum efnið eflaust
því betur.
Arnes. Litið leggja menn stund á
íþróttir, enda eru engin skilyrði til
þess. Skiðaiþrótt iðka menn þó tals-
vert. Verið er að útbúa sundlaug að
Krossnesi við Norðurfjörð, og verður
hún væntanlega tilbúin til notkunar
næsta vor.
Blönduós. Lítið stundaðar. Þó er
alltaf haldið hér íþróttamót í sam-
bandi við hátíðahöldin 17. júní.
Byggður var sundskáli á Reykjum á