Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 171
169
19SS
talstöð á Raufarliöfn eða Húsavík,
enda þótt skipið væri hér á höfninni.
Er að talstöð þessari mikið öryggi,
Þegar unnið er að afgreiðslu í dimm-
viöri eða náttmyrkri.
6'eyðisfi. Slysavarnardeild starfar
Þtils háttar að fjársöfnun fyrir mál-
efnið.
Vestmannaeyja. Slysavarnir gefa
góða raun, og er sérstaklega vel fylgzt
með bátum á vetrarvertið.
16. Tannlækningar.
HafnarfJ. Tannlæknir er hér húsett-
Ur. svo að tanndrættir og þess liáttar
fer að mestu til hans.
Búðardals. Tannsmiður var hér um
stundarsakir og smiðaði eitthvað af
tönnum.
Blönduós. Tannlækningar fóru fram
hér við barnaskólann að tilhlutun
skólanefndar, sem réð hingað Bieltvedt,
tannlækni frá Sauðárkróki, um tima.
Hofsós. Mjög erfiðlega gengur að fá
fólk til að fara til tannlæknis, enda
P°tt það sé ekki miklum erfiðleikum
hundið, einkum að sumrinu, þar sem
tannlæknir er bæði á Sauðárkróki og
Siglufirði. Flestir heimta heldur, að
tennurnar séu dregnar úr sér. Enda
Pótt vitað sé, að hinar miklu tann-
skemmdir skólabarna séu „menning-
arfyrirbrigði“ nútímaþjóðfélags og
nieginorsökin sé vafalaust mataræðinu
kenna, þá er það vitað mál, að
tannviðgerðir geta mjög bætt ástandið
°g verið ómetanlegar börnum á örasta
Proskaskeiðinu. Til þess að reyna að
hæta lítils háttar úr þessu böli skóla-
harnanna í dreifbýli Skagafjarðar-
syslu, sendi ég sýslunefndarfundi sýsl-
Unnar 1953 erindi viðvikjandi máli
Pessu, og var það dyggilega stutt af
héraðslækninum á Sauðárkróki. í er-
mdi þessu segir meðal annars: „Hug-
niynd mín er sú, að sýslunefnd, ann-
aðhvort ein eða i samvinnu við
hreppsfélögin, geri samning við tann-
tækninn á Sauðárkróki, ef þess væri
kostur, um að hann dveldist með tæki
sm í Varmahlið þann tíma, sem skóla-
hörnin eru þar við sundnám ár hvert.
Athugaði hann þá og gerði við tenn-
llr þeirra aldursflokka, sem sundið
sækja hverju sinni. Ég held, að megin-
þorri allra barna sýslunnar sæki sund-
nám sitt til Varmahlíðar, flest 2—3
ár í röð. Þannig hefðu flest börn sýsl-
unnar möguleika til að vera athuguð
af tannlækni árlega í 2—3 ár sam-
fleytt.“ Úrslit málsins urðu þau, að
sýslunefnd samþykkti að hafa for-
göngu í málinu og bauðst til að greiða
húsnæði og annan óbeinan kostnað
tannlæknisins, á meðan á sundnámi
stæði ár hvert.
Ólafsfj. Ole Bieltvedt, tannlæknir á
Sauðárkróki, dvaldist hér nokkrar
vikur í ágúst og september. Skýrsla
hans um aðgerðir á barnaskólabörn-
um er á þessa leið: Til aðgerða komu
106, börn án skemmdra tanna 7, fyll-
ingar alls 254, rótaraðgerðir 25, út-
dregnar tennur 31, tannhreinsun og
penslun 41, mjög djúpar holur og því
erfitt að gera við og viðgerðir vafa-
samar 72, tennur of mikið skemmdar
til viðgerða, en nauðsynlegt að reyna
að halda við enn þá, því penslaðar,
35. Skemmdar tennur i hverju barni
að meðaltali 3,4, í hverjum dreng 3,2,
i hverri telpu 3,6. Auk þess voru við-
gerðir á fullorðnu fólki sem hér segir:
Til aðgerða og skoðunar komu 87,
gert við tennur 167, rótfyllingar gerð-
ar á 35 tönnum, útdregnar tennur 98.
Akureyrar. Tannlæknar störfuðu i
barnaskóla Akureyrar 4 stundir dag-
lega, og voru afköst þeirra þessi: Við-
gerðar fullorðinstennur 660, rótfylltar
22, dregnar 41; viðgerðar barnatenn-
ur 22, rótfylltar 7, dregnar 91.
Grenivíkur. Meira gert að því en
áður að láta gera við skemmdar tenn-
ur, en þó er alltaf dregið töluvert af
skemmdum tönnum. Þeir, sem láta
gera við tennur sinar, fá það gert á
Akureyri.
Þórshafnar. Jóhann G. Benedikts-
son tannlæknir dvaldist hér i % mán-
uð í sumar.
Vopnafj. Óli Baldur Jónsson tann-
smiður dvaldist hér um tíma, smiðaði
og gerði við tennur. Fyrir komu hans
hafði héraðslæknir alhreinsað 9
munna.
Seyðisfj. Þýzkur tannlæknir hefur
starfað hér síðast liðin 4 ár. Tennur
barna og unglinga hafa mikið batnað,
22