Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Page 172

Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Page 172
1953 170 — og færri munu þurfa aö fá sér gervi- tennur á unga aldri en áður. Fólki hættir við að vanrækja tennur sínar. Vestmcinnaeyja. Tannlæknir starfar hér eins og undanfarið, og er hann einnig fastráðinn við barnaskólann. Eiga raunar öll skólaskyld börn kost á ókeypis tannlækningum. 17. Samkomuhús. Kirkjur. Kirkjugarðar. Ákranes. Árið 1951 brann aðalsam- komuhús bæjarins, og var bærinn hús- næðislaus til slikra almennra nota hátt á annað ár. En á þessu ári var reistur samkomusalur í sambandi við gistihúsið, sem var aukið og endur- bætt. Er það nú gott og vistlegt og rúm þar fyrir um 20 gesti. Borgarnes. Hafizt var handa um kirkjusmíði i Borgarnesi. Hótel í Borgarnesi tekið i notkun að nokkru leyti. Húsið er hins vegar ekki full- gert og enn óhentugt, en verður hið myndarlegasta hús, þegar það er full- gert. Olafsvíkur. Kirkjur í sama ástandi og síðast liðið ár. Helzt mun hitun þeirra vera áfátt. Engin ný samkomu- hús. Hólmavíkur. Hafin bygging félags- heimilis í Kirkjubólshreppi, og er lok- ið við að steypa kjallarann. Blönduós. Samkomuhús eru i öllum sveitum, hið stærsta hér á Blönduósi, en þó algerlega ófullnægjandi, því að þar þarf að halda fundi fyrir héraðið í heild, leiksýningar o. s. frv. í Ból- staðarhliðarhreppi var hafin bygging samkomuhúss, eða félagsheimilis, eins og nú er farið að nefna danshús sveit- anna, og má kalla það risavaxið, mið- að við íbúafjölda hreppsins, sem er um 200 sálir, en húsið mun kosta um 1—2 milljónir króna. SauÖárkróks. Snemma árs var lokið breytingum og endurbyggingu sam- komuhússins Bifrastar á Sauðárkróki. Húsið rúmar 216 manns i sæti, og þar að auki eru nokkur sæti á hliðarsvöl- um, þegar þær eru notaðar. Svo er annar minni salur, gott anddyri, fata- geymsla og snyrtiherbergi. Eldhús er einnig, svo og rúmgott leiksvið og undir því búningsherbergi. Fengin voru ný sæti og þægileg fyrir áhorf- endur. Er öllu smekklega fyrir kom- ið; má telja húsið mjög gott, og bætir það úr brýnni þörf. Ólafsfj. Áhugi vaknaður fyrir bygg- ingu félagsheimilis, þar sem gamla samkomuhúsið er orðið mjög hrörlegt. Grenivíkur. Samkomusalur er í skólahúsinu. Var nýtt gólf sett i hann, en nú er eftir að mála hann og prýða. Að því búnu getur hann orðið vist- legur. Hirðing kirkna góð og kirkju- garða sæmileg. Kópaskers. Kirkjur eru sæmilegar í héraðinu. Viðgerð fór fram á 2 þeirra á árinu. Hafin var bygging myndar- legs félagsheimilis og skólahúss i Kelduneshreppi. Samkomuhús vantar á Kópaskeri. Notazt er þar við skóla- liús og fundarsal Kaupfélags Norður- Þingeyinga. Hvorugt er nægilega rúm- gott, en að öðru leyti viðunandi. Sam- komuhús á Raufarhöfn er algerlega ófullnægjandi, einkum á sumrin, og því er um margt mjög ábótavant. Vopnafí. Unnið að byggingu félags- lieimilis á Vopnafirði. Seyðisfí. Hið margumgetna sam- komuhús er ekki enn fullgert, svo að skemmtana- og félagslíf er enn á ver- g'angi. Kirkja mun betur sótt hér nú en víða annars staðar. Kirkjugarðin- um mætti vera betur við haldið. Djúpavogs. Unnið að viðgerð og breytingum bæði á Hofskirkju og Djúpavogskirkju. Vestmannaeyja. í smíðum er sam- komuhús templara, en gengur seint. Héraðslæknir stakk upp á, að í hús- skrolcknum yrði innréttuð sundhöll, því að nóg virtist af samkomuhúsum fyrir, en ekki var við það komandi. Ekki virtist fjarri lagi að halda á- fengislausa dansleiki í öðrum sam- komuhúsum bæjarins, ef áhugi fengist fyrir því. 18. Meindýr. Rvík. Á árinu bárust alls 1417 kvart- anir um rottugang, og fram fóru 14745 skoðanir. Rottu og mús var útrýmt á 1737 stöðum, þar á meðal í 2 skipum. Alls var dreift 83055 eiturskömmtum. Meindýraeyðir útrýmdi veggjalús á 12
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213
Page 214
Page 215
Page 216
Page 217
Page 218
Page 219
Page 220
Page 221
Page 222
Page 223
Page 224

x

Heilbrigðisskýrslur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heilbrigðisskýrslur
https://timarit.is/publication/1524

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.