Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Page 174
1953
— 172 —
undanfarið, og dálitið þokast í áttina
með umbætur á ýmsum sviðum. Má
þar einkum nefna tæmingu sorps.
Vegna stækkunar bæjarins var tæm-
ingarstaðurinn orðinn of nálægur
byggðihni og auk þess óheppilegur að
þvi leyti, að sjórinn skolaði á land
þvi, sem léttara var, svo að hrönn
myndaðist í fjörunni. Nú hefur verið
valinn nýr staður inni hjá Ivalmans-
vik og gerður bilvegur fram á bakk-
ann. Er þar straumur, sem ber sorpið
burt, og virðist þessi staður munu
reynast vel. Einnig hefur verið reynt
að losna við áburðarhaugana, en það
er erfitt, á meðan menn hafa skepnur
í kaupstaðnum. Eftir því sem byggðin
þrengist, dregur þó úr því, og komið
hefur til athugunar að banna skepnu-
hald á ákveðnu svæði i bænum.
Ólafsvíkur. Örðugleikum veldur
hinn öri vöxtur ólafsvíkur, er fá skal
húseigendur og lóða til að bæta um-
gengni. Veldur mikið annríki.
Flateyjur. Heilbrigðisnefnd starf-
andi á pappírnum.
Flateyrar. Heilbrigðisnefndir starf-
andi.
Blönduós. Heilbrigðisnefndir hafa
látið litið til sín taka, nema að fyrir-
skipa allsherjarlireinsun á lóðum í
kauptúnunum á vorin og fylgjast með
því, að hún væri framkvæmd.
Bakkagerðis. Heilbrigðisnefnd gerði
uppkast að heilbrigðissamþykkt fyrir
þorpið. Hefur ekki enn verið staðfest.
Vestmannaeyja. Heilbrigðissamþykkt
er i undirbúningi. Helztu viðfangsefni
heilbrigðisnefndar voru sorphirðingin
og mjólkurmálin.
20. Ónæmisaðgerðir.
Tafla XIX, 1—5.
Bvík. Heilsuverndarstöð Reykjavík-
ur gat ekki enn sinnt kúabólusetningu
vegna húsnæðisvandræða. Annaðist ég
þvi, ásamt aðstoðarmanni mínum,
bólusetninguna i héraðinu, aðallega á
fermingarbörnum, en einnig á öllum
öðrum, er beðið var fyrir. Bólusetn-
ingu gegn barnaveiki annaðist Heilsu-
verndarstöðin. Starfandi læknar í
bænum önnuðust bólusetningu gegn
kikhósta og mislingum. Aðrar bólu-
setningar, svo sem bólusetningu gegn
taugaveiki, gulri hitasótt o. fl., annað-
ist Rannsóknarstofa Háskólans.
Hafnarfj. Bólusetningar fóru fram
með sama hætti og árið áður. Mjög
litil eftirspurn eftir frumbólusetningu
kúabólu eða bólusetningu gegn barna-
veiki. Allmörg börn bólusett gegn kik-
liósta.
Borgarnes. Frumbólusetning kúa-
bóiu féll alveg niður. Hins vegar var
gerð endurbólusetning í sambandi við
skólaskoðanir, en bóluefnið reyndist
ónýtt.
Ötafsvíkur. Helzt fólgnar í bólusetn-
ingu gegn kikhósta.
Búðardals. Kúabóluefni það, sem
Lyfjaverzlunin hefur og lætur manni
í té, virðist ekki vel fallið til að nota
hér úti á landsbyggðinni, þar sem ekki
er frystihús. En bóluefnið kvað eiga
að geymast í 18° frosti. Afleiðingin er
sú, að bóluefnið er að mestu óvirkt,
þegar fara á að nota það, og útkoman
því oftast neikvæð nema á nokkrum
börnum.
Flateyjar. Bólusett var á árinu gegn
kikhósta og barnaveiki.
Flateyrar. Kúabólusetning fram-
kvæmd samhliða skólaskoðun, nema á
Suðureyri vegna hlaupabólu, er gekk
þá þar.
Blönduós. Kúabólusetning fór fram
í sambandi við skólaskoðun um haust-
ið, en mjög fá smábörn mættu þá til
frumbólusetningar, enda er þess varla
að vænta, að komið sé með krakka á
fyrstu aldursárum í misjöfnu veðri á
skoðunarstað, en enginn tími til að
húsvitja i þessu skyni um leið og
skólaskoðunin fer fram.
Ólafsfí. Bólan kom vel út á frum-
bólusettum börnum og heldur betur á
endurbólusettum en árið áður. Annars
er kúabóluefni nú orðið mjög sterkt,
oft mjög mikil bólga i kringum risp-
ur, þótt hafðar séu það litlar, að varla
sjáist. Bólgan hárauð eða blárauð og
mikill hiti oft á tiðum.
Grenivíkur. Kúabólusetning fór
fram síðast liðið haust. Kom bólan vel
út á frumbólusettum börnum. Nokkur
fengu talsverðan hita. Eitt barnið fékk
bólukregðu um sig allt, sem þó skildi