Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Page 177
1953
— 175 —
ofan í á (bílstjórinn var ölvaður).
Engin einkenni fundust um
drukknun. Neðsti hálsliður var
þverbrotinn, og hafði blætt mikið
frá honum inn á mænu. Hefur
þetta valdið skjótum dauða.
^7. 20. apríl. Þ. P-son, 34 ára. Varð
undir palli á vörubil sinum, þar
sem hann fannst kraminn, án þess
að nokkur væri viðstaddur. Við
krufningu fannst mikið fleiður á
brjóstkassa ofanverðum og dæld
ofan í hann þar. Þar fundust
einnig mörg rif brotin. Einnig
fannst blæðing í kringum megin-
æðina (aorta) og lungnaæðar, og
er greinilegt, að brjóstkassinn
hefur orðið fyrir þrýstingi ofan
frá, þannig, að rifin hafa klemmzt
upp að hryggjarsúlu og kramið
þar líffærin á milli sín. Banamein
hefur verið köfnun, vegna þess
hvernig brjóstkassinn hefur lagzt
saman. 1 blóði fannst 1,28%<> alkó-
hól.
22. apríl. B. G. Á-son, 3 ára. Varð
undir vörubil og dó samstundis.
Við krufningu fannst mikið brot
á kúpubotni. Sella turcica var
þverbrotin og stór brot á kúpu-
botninum út frá því broti. Brot-
kanturinn á sella turcica hafði
skorizt inn í efsta hluta mæn-
unnar, svo að rifnað hafði inn í
mænuna neðan við pons, efst í
medulla oblongata, þannig að
sprungan náði inni í sem svaraði
þriðjung af þykkt mænu, og hafði
blætt þaðan bæði upp og niður
eftir mænugangi. Hefur þetta
valdið skjótum dauða.
1®- 13. maí. K. G-son, 45 ára. Hafði
kvartað um lasleika fvrir hjarta
og fékk hvað eftir annað verk,
er lagði út í annan handlegg. Dó
skyndilega, er hann var að fara
fram úr rúminu snemma morg-
uns. Við krufningu fannst stífla í
vinstri kransæð og drep í hjarta-
vöðva út frá því. Er sýnilegt, að
maðurinn hefur verið veikur af
þessu undanfarna daga, þvi að
þessar breytingar voru ekki alveg
ferskar, en hafa leitt hann til
dauða, m. a. vegna þess að hann
hafði berkjubólgu, og hefur það
gert hjartanu erfiðara fyrir.
20. 16. maí. G. H-son, 21 árs. Var á
gangi á götu i Reykjavík ásamt
stúlku, er hann tók allt í einu
upp skammbyssu og skaut sig í
höfuðið. Við likskoðun og krufn-
ingu fannst skammbyssuskot, sem
skotið hafði verið upp í munninn,
i gegnum heila neðanvert, og
hafði kúlan stöðvast efst í
hnakkabeini, vinstra megin. Auð-
sætt er, að hér er um sjálfsmorð
að ræða. Engin sjúkleikamerki
fundust við krufningu.
21. 18. maí. B. J-son, 42 ára. Varð fyr-
ir þungu höfuðhöggi fyrir 6 árum.
Var siðan oft þjáður í höfði og
komst aldrei til fullrar heilsu. Fór
að fá krampaflog 4 mánuðum eftir
áverkann, og leið sjaldan lengra
en 3 vikur á milli. Hann ók bíl,
kvöldið áður en hann lézt, drakk
þá eitthvað af áfengi og kom
seint heim um nóttina. Snemma
um morguninn tók kona hans eft-
ir því, að hann var orðinn blár
og andaði erfiðlega. Er læknir
kom, var maðurinn látinn. Við
krufningu fannst stífla i vinstri
kransæð hjarta og kríueggsstór
cysta í vinstra lobus temporalis,
leifar eftir gamla blæðingu.
22. 18. maí. H. Ó. J-son, 31 árs. Var
drukkinn um nótt, er hann datt
í höfnina. Við krufningu fundust
greinileg drukknunareinkenni,
enn fremur áverkamerki á vinstra
augnaloki og munni, sem gætu
komið heim við það, að hann
hefði verið sleginn. í blóði fannst
1,28%c alkóhól.
23. 4. júní. V. S-dóttir, 16 mánaða.
Dó skyndilega, eftir að hún hafði
haft hita, uppköst og niðurgang í
einn sólarhring, og fékk siðasta
daginn 40° hita. Enginn sjúkdóm-
ur fannst við krufningu, annar en
garnabólga. Mikið var af þunnu
vatnskenndu innihaldi í öllum
görnum. Slímhúð bleik og frekar
blóðrík. Við ræktun sást enginn
vöxtur á blóðagar eftir 48 klst. frá
hjarta, milti eða lifur. Frá mjó-
girni óx mikið af Gram+ kokk-