Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Blaðsíða 180
19S3
— 178
gangi og var látin áður en hún
komst á sjúkrahús. Við krufningu
fundust nýru mjög skemmd af
nephrosis og þvagefni i blóði
mjög aukið. Uppköst og niður-
gangur virðist hafa stafað af út-
fellingu i meltingarfærin á þvag-
efni, og banamein konunnar hef-
ur verið þvagblæði (141 mg %
urea í blóði).
38. 25. september. F. J., 44 ára karlm.
Hvarf að heiman frá sér 6. sept-
ember og sást siðast þá um nótt-
ina drukkinn með öðrum manni.
Líkið fannst rekið 24. september.
Við krufningu fundust engin
greinileg drukknunareinkenni.
Hins vegar fannst 5 cm langt sár
vinstra megin á hnakka og
sprunga í beini undir þvi. Enn
fremur fannst töluverð blæðing
yfir heila, einkum á hægra heila-
hveli og neðanvert á heila vinstra
megin. Utlit líksins bendir til þess,
að það hafi verið 2—3 vikur í
vatni. Dánarorsök virðist hafa
verið blæðing og mar á heila, eft-
ir högg vinstra megin á hnakka,
þar sem engin drukknunarein-
kenni fundust og engin stækkun
á lungum. í blóði fannst 2,16%c
alkóhól og i þvagi 2,02%», sem
sýnir, að maðurinn hefur verið
ölvaður, er hann dó.
39. 2. október. S. S-son, 44 ára. Fannst
brunninn i vinnuherbergi sínu.
Við líkskoðun sáust miklar
skemmdir af bruna á líkinu, þann-
ig að mikill hluti búks var kol-
brunninn. Við krufningu fannst
enginn sjúkdómur, nema mjög
mikil fita i lifur, sem bendir til
þess, að maðurinn hafi verið of-
drykkjumaður. 1 blóði fannst að-
eins 0,09%o alkóhól.
40. 5. október. J. Ó. Á-dóttir, 22 ára.
Bíll ók á hana, þar sem hún var
á gangi á Hafnarfjarðarvegi, og
var hún látin, er að var komið
skömmu seinna. Við krufningu
sást mikið kúpubrot og vinstri
fótleggur brotinn (bæði beinin).
Mikil sprunga fannst í lifur, svo
að blætt hafði út í kviðarhol, og
í berkjum fannst magainnihald,
blandað blóði, sums staðar svo
mikið, að jafnvel stærri berkjur
voru stíflaðar. Af útliti líksins og
krufningu virtist mega ráða, að
bíllinn hafi ekið á hægri hlið
konunnar. Dánarorsök hefur ver-
ið hið mikla brot á kúpubotni, en
samverkandi því uppsala, sem
farið hefur niður í lungu og vald-
ið köfnun.
41. 10. október. Ó. G. J-son, 7 ára.
Datt fyrir borð, án þess að nokk-
ur vissi af, er hann fór með föður
sínum um borð i vélbát í Reykja-
víkurhöfn. Við likskoðun og
krufningu fundust greinileg ein-
kenni drukknunar, bæði í lung-
um, berkjum og barka. Lítið eitt
af magainnihaldi, sem hrokkið
hafði ofan í barkakýli, hafði
hjálpað til þess, að drengurinn
kafnaði.
42. 12. október. J. G-son, 52 ára. Datt
niður örendur á götu í Reykjavík.
Við krufningu kom í Ijós, að
hjarta var mjög stækkað (735 g),
útþanið og fullt af blóði. Nephro-
sclerosis benti til þess, að hjarta-
stækkunin hafi stafað af hækk-
uðum blóðþrýstingi. Hinn hái
blóðþrýstingur hefur orðið of-
raun hjarta, svo að það hefur gef-
izt upp.
43. 12. október. H. H-dóttir, 16 ára.
Ók í bíl með þremur piltum, og
voru tveir drukknir. Annar hinna
drukknu tók að aka bílnum, er
bílstjórinn gekk frá, ók á fulla
ferð og lenti á palli á vörubíl
með svo miklum lcrafti, að hlið-
ina tók úr bílnum, sem pilturinn
ók. Stöðvaði hann þó ekki bilinn,
heldur ók áfram, unz hann rakst
á grindur og staur. Sá næturlækn-
ir, er að kom, höfuð á stúlku
hanga út úr hlið bílsins, og lafði
höfuðið niður undir götu. Stúlkan
andaðist klukkutíma seinna. Við
krufningu kom í ljós, að lifur var
sundurtætt og mikil blæðing frá
henni út í kviðarhol. Þá fundust
einnig mörg brotin rif hægra
megin og margir áverkar á höfði,
einkum i andliti. Skemmdin á lifr-
inni hefur fljótlega leitt til bana.