Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Page 184
1953
— 182 —
ert sé þar hægt að komast um nema
á skíðum mánuðum saman á vetrum.
í þessari afskekktu sveit býr þó um
400 manns, og er ekki að undra, þó
að þessu fólki hafi oft fundizt það
búa við mikið öryggisleysi á vetrum,
þegar bráða sjúkdóma eða erfiðar
fæðingar ber að höndum.
Ólafsfí. Gengið að fullu frá norður-
garði hafnarinnar. Byrjað á endur-
byggingu hraðfrystihúss Ólafsfjarðar,
annarri hæð bætt ofan á, og komst
hún undir þak fyrir nýár. Nokkuð
unnið í Ólafsfjarðarvegi, nýir kaflar
gerðir þar, sem áður var aðeins rudd-
ur vegur. Byrjað að ryðja með jarð-
ýtu í Múlavegi.
Grenivíkur. Haldið var áfram með
veginn til Akureyrar, en ekki komst
liann alla leið. Þó komst hann það
langt, að í vegarendann sést nú frá
Grenivik. Unnið var nokkuð að bryggj-
unni siðast liðið sumar og steypt
steinker, sem setja á framan við hana
í sumar. Er þá liklegt, að hér verði
hægt að salta eitthvað af síld, en það
liefur ekki verið unnt vegna skorts á
góðri bryggju. Skurðgrafa kom aftur í
sveitina í haust til skurðgraftar.
Þórshafnar. Lokið byggingu fiski-
mjölsverksmiðju og hún starfrækt í
sumar. 4 brýr smíðaðar í héraðinu
yfir ár og læki, er oft voru farartálm-
ar áður.
Vopnafí. Jarðræktarframkvæmdum
miðar áfram jafnt og þétt. Kaupfélag
Vopnfirðinga og Vopnafjarðarhreppur
létu í sameiningu byggja fiskimjöls-
verksmiðju til vinnslu á fiskúrgangi.
Síðara hluta ársins var á vegum
Vopnafjarðarhrepps unnið að lagn-
ingu raflínu um þorpið frá dieselraf-
stöð í frystihúsi Kaupfélags Vopnfirð-
inga.
Seyðisfí. Lokið við stækkun á bæjar-
bryggjunni og þar reist tvílyft stein-
steypuhús, sem er hluti af fiskiðju-
veri, sem byggja á þar. Endurbætur
sjúkrahússins og væntanleg bygging
elliheimilis i sambandi við það mun
vera hið helzta, sem geta má um.
Vestmannaeyja. Haldið áfram dýpk-
un og útfærslu hafnarinnar, en hefur
ekki undan aukningu bátaflotans og
vaxandi skipakomum. Er mikil nauð-
syn á aultnu bryggjurými. Lokið var
við rannsókn og mælingu á botnlaginu
milli lands og eyja vegna fyrirhugaðs
rafstrengs úr landi, er flytti fossaaflið
hingað. Mikil þörf er á auknu og ó-
dýrara rafmagni. Fannst fær leið fyrir
rafstreng austan við Heimaey, og
standa nú vonir til, að ekki verði
langt að bíða framkvæmda. Fyrirhug-
uð er bygging byggða- og bókasafns,
og eins og áður er á minnzt, er vakn-
aður áhugi á sundhallarbyggingu.
Allar þessar menningar- og þjóðþrifa-
stofnanir þarf að tengja saman í eina
heildarstofnun, byggja saman — tóm-
stundaheimili. Það færi vel saman.
Þangað gætu ungir og gamlir sótt sér
andlega og líkamlega hressingu og
menntun. Heildarbyggingarkostnaður
yrði minni, og þó sérstaklega rekstrar-
kostnaðurinn minni, ef saman yrði
byggt, svo sem vegna umsjónar, við-
halds og upphitunar, og þannig betur
tryggt notagildi stofnunarinnar i fram-
tíðinni.