Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Síða 201
— 199
1953
t- d. Heilsuverndarstöð Reykjavíkur
(Afengisvarnarstöðinni) yrði falið að
hafa nokkurt eftirlit með honum.
Eins og fram kemur í framanskráðu,
er sjúkdómsgreining mín þessi:
Psychopathia.
Depressio mentis psychogenes.
Amphetaminismus ?“
í vottorði sama læknis, dags. 27.
júli 1954, segir svo:
„Hann hefur verið órólegur og æst-
ur siðustu nætur og sofið litið.
Við athugun mína koma ekki fram
nein geðveikiseinkenni, en hann er
sýnilega órór vegna óttans um, að
hann verði nú sviptur sjálfræði til
langs tíma. Einnig mun hann af ásettu
raði hafa æst sig upp til þess með þvi
að knýja fram skjótari ákvörðun um
mál sitt.
R. er geðveill, en ekki geðveikur.
Eg tel, að hann megi dvelja, hvort
heldur væri á vinnuhælinu Litla-
Hrauni eða í Arnarholti.“
Sami læknir skoðaði ákærða hinn
18. desember 1954, og segir svo i vott-
orði hans, dags. s. d.:
>>... er ekki geðveikur og ekki fá-
v*ti. Hins vegar er hann geðveill mað-
ur (psychopat), og kemur sú veila
Ham sem brestir i skapgerð hans.
Drátt fyrir þessa veilu er hann á eðli-
legan hátt fær um að greina á milli
rettrar hegðunar og rangrar og milli
Pess, sem löglegt er og ólöglegt. Ég
aEt því, að lita verði á hann sem
rnann ábyrgan gerða sinna. Hitt er
erfitt að ákveða, hvort hegning eða
uvers konar hegning geti haft betr-
andi áhrif á hann, og gegnir i þvi efni
u® hann svipuðu máli og títt er um
afbrotamenn, er að meiri hluta munu
Vera psychopatiskir.“
Enn segir sami læknir í vottorði,
dags. 28. febrúar 1955:
>>••■ dvaldist í sjúkrahúsi Hvíta-
uandsins frá 5.—22. þ. mán. vegna
taugabilunar. Að kvöldi hins 21. febr-
uar fór hann út úr spitalanum í óleyfi,
er> kom af sjálfsdáðum aftur um kl.
Var ekki talið öruggt, að hann
dveldist lengur þar, og þvi var hann
urautskráður daginn eftir og fluttur
a fyrri dvalarstað sinn, hegningar-
húsið.“
Um hegðun ákærða í hegningarhús-
inu i Reykjavík segir svo í bréfi . ..,
l’yrrverandi héraðslæknis i Reykjavik,
dags. 2. marz 1955:
„Samkvæmt ósk yðar, herra saka-
dómari, vil ég hér með staðfesta sam-
tal okkar varðandi R. F. K., fanga í
hegningarhúsinu.
R. kom í hegningarhúsið þ. 22. febr-
úar síðastliðinn kl. 14.30, og sam-
kvæmt upplýsingum fangavarðanna og
hans eigin orðum i viðtali við mig,
hefur hann ekki fengizt til þess allan
þann tíma að neyta nokkurrar nær-
ingar annarrar en vatns og kaffis með
ögn af sykri og stöku sinnum ofur-
lítilli mjólk út i, þangað til í gær-
kveldi, að hann borðaði eitt egg og
tvær eða þrjár tvíbökur.
Sjálfur segir hann mér, að hann
hafi heldur ekkert nærzt, síðustu 3
dagana áður en hann kom i hegning-
arhúsið.
Bæði fangaverðir og ég höfum reynt
eftir megni að telja um fyrir R., að
hann láti af þessum kenjum, en það
hefur reynzt árangurslaust, að undan-
teknu því, sem áður getur.
Það skal tekið fram, að R. hefur
aldrei verið einn þennan tíma, og er
því þetta háttalag hans engum vafa
bundið.“
4. Hinn 20. júli 1954 játaði ákærð-
ur fyrir sakadómi Reykjavíkur á sig
þann verknað, sem hann er ákærður
fyrir og að framan greinir.
Máliö er lagt fyrir læknaráð
á þá leið,
að beiðzt er svars við eftirfarandi
spurningum:
1) Var ákærður alls ófær til að
stjórna gerðum sinum, þegar hann
framdi þá verknaði, sem hann er
ákærður fyrir?
2) Er andlegt ástand ákærðs þannig,
að ætla megi eftir atvikum, að refs-
ing á hendur honum geti borið
árangur?
3) Hefur andlegt ástand ákærðs
breytzt frá þvi læknaráð fjallaði
um inál hans í júní 1951 og þá
hvernig? Er læknaráð samþykkt
vottorðum ... læknis ... (fyrr-