Heilbrigðisskýrslur - 01.12.1953, Qupperneq 210
1953
— 208 —
í málinu liggja fyrir röntgenmyndir
af slasaða og endurrit af umsögn um
þær samkvæmt dagbók Röntgendeild-
ar Landspítalans, svo hljóðandi:
„5. september 1950. Sjá fyrrgreint
vottorð, dags. s. d.
21. ágúst 1951. Thorax (costae).
Brot sést framanvert í C 4, og er
dálitil misvíxlun á brotstaðnum. Tölu-
verður vökvi í sinus frenico-costalis
sömu megin, og lungað er samanfallið
niður á móts við C 2.
R. diagn.: Fractura C 4 sin.
Pneumothorax sin.
Haemothorax sin.
17. september. Fractura er nú gróin
og enginn vökvi lengur i pleura. Ekk-
ert loft er í lunganu (sic).
27. september. v. mjöðm.
Mjög iniklar osteoarthrotiskar breyt-
ingar i v. mjöðm. Liðbil þrengt, all-
stórir osteofytar á liðbrúnum og mikið
af cystumyndunum, bæði í acetabu-
lum og caput.
R. diagn.: Osteoarthrosis coxae sin.
19. nóvember 1953. Bedside, thorax:
Infiltrationir sjást ekki í lungum,
en talsvert fibröst þykkni neðan til
i h. lunga. Strengir út undir siður og
sinus frenico-costalis lokaður. Hjartað
er sýnilega stækkað, þó sennilega
minna en á myndinni sýnist, því að
hún er tekin með minni fjarlægð held-
ur en venjulega. Prominens á arcus
aortae og arcus pulmonalis. Apex cor-
dis nær langleiðina út undir v. siðu.
Ekki er hægt að greina neina hnúta
í lungum eða einkenni um tumora.“
Málið er lagt fyrir lœknaráð
á þá leið,
að beiðzt er umsagnar um eftirtalin
atriði:
1. Hvort andlát Þ. heitins G-sonar
sc sennileg afleiðing af meiðslum
þeim, er hann hlaut við skipavinnu
hinn 20. ágúst 1951.
2. Ef svo skyldi verða talið, hvort
sjúkleiki Þ. heitins, sem um ræðir i
vottorði Röntgendeildar Landspital-
ans, dags. 5. september 1950, verði
talin meðorsök andláts hans, og ef
svo væri, að hve miklu leyti.
Tillaga réttarmáladeildar um
Ályktun læknaráðs:
Ad 1: Af þeim gögnum, sem fyrir
liggja, er ekki unnt að draga ákveðnar
ályktanir um orsakasamhengi milli á-
verkans, er Þ. G-son hlaut hinn 20.
ágúst 1951, og þess sjúkdóms, sem
leiddi hann til bana.
Ad 2: Nei.
Greinargerð og ályktunartillaga rétt-
armáladeildar, dags. 29. nóvember
1955, staðfest af forseta og ritara 9.
desember s. á. sem álitsgerð og úr-
skurður læknaráðs.
Málsúrslit: Með dómi bæjarþings Reykja-
víkur, kveðnum upp 3. febrúar 1956, voru
stefndu, V. Þ-son og Eimskipafélag íslands
h.f., dæmd in solidum til að greiða stefnanda,
J. Á-dóttur f. h. dánarbús Þ. G-sonar, kr.
12093.30 með 6% ársvöxtum frá 20. ágúst 1951
til greiðsludags og kr. 1800.00 í málskostnað.