Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 5
I. VIÐFANGSEFNIÐ.
Þessi litla ritgerS á sér sína sögu. Og eg þykist bezt
geta skýrt tilgang hennar með því að gera grein fyr-
ir, hvernig hún er orðin til og hvers vegna eg læt hana
nú frá mér fara.
Þó að eg hefði lesið Hrafnkötlu,1) eins og aðrar ís-
lendinga sögur, þegar í æsku og haft gaman af henni,
las eg hana ekki fyrr en á fullorðinsárum með þeim
skilningi, að eg sæi, hvílíkt afburða-listaverk hún er.
Eg gekk þess þá vitanlega ,ekki dulinn, að sagan hlyti
að eiga höfundinum síðustu steypu sína og fágun að
þakka. En eg var þá ekkert farinn að fást við sjálf-
stæðar athuganir Islendinga sagna og gerði mér enga
rellu út af því, hvernig hún kynni að hafa myndazt.
Mér var nóg að brjóta hana til mergjar út af fyrir
sig og reyna að vekja athygli á gildi hennar, einkum
erlendis, þar sem henni hafði verið gefinn minni
gaumur en hún átti skilið. Meðal annars las eg hana
haustið 1925 með úrvalsflokki norskra menntamanna
í Osló og stuðlaði að því, að hún væri birt í hentugri
útgáfu fyrir útlenda háskóla-stúdenta.2)
1) Eg leyfi mér að nota þessa styttingu söguheitisins til
hægðarauka, líkt og vér segjum Egla, Njála, Grettla og Glúma.
Til samanburðar má nefna, að tvö handrit, sem Þorkell Jónsson
lögréttumaður að Hrauni í Grindavík hefur skrifað, hafa verið
nefnd Þorkatla hin meiri og hin minni (ÍB. 633—34, 8vo). Svip-
uð stytting á heiti árinnar í Hrafnkelsdal tíðkast eystra: Hrafn-
kela fyrir Hrafnkelsdalsá, en sú nafnmynd er of ungleg til þess
að hæfa sögunni.
2) Sjá Hrafnkels saga Freysgoða. Edited by Frank Stanton
Cawley. Cambridge, Mass. 1932. Preface, VIII.
1*