Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 13
11
Þá r.ekast þeir af tilviljun á æfintýramanninn og ofur-
hugann Þorkel Þjóstarsson, nýkominn utan úr Mikla-
garði. Hann sér í senn aumur á þeim og langar til
þess að reyna sig í nokkurum stórræðum. Hann fær
Þorgeir bróður sinn til þess að ganga í málið, og með
liðstyrk og harðfylgi þeirra bræðra er Hrafnkell yfir-
bugaður, fyrst á alþingi og síðan heima á Aðalbóli.
Án þessa hefði Hrafnkatla ekki orðið nein saga, víg
Einars eitt af hinum óbættu óverkum Hrafnkels, sem
ekki voru í frásögur færandi. Auk þess ætti að vera
meiri von til þess að ná til heimilda um þá bræður,
sem óháðar væri sögunni, en um aðrar persónur
hennar, þar sem þeir eru höfðingjar úr fjarlægu hér-
aði. Hvergi reynir betur á þolrifin í hinni austfirzku
arfsögn, sem ætlað er að komi fram í sögunni, en
þar sem hún segir frá þessum vestfirzku stórmennum.
Sagan gerir þá grein fyrir þeim bræðrum, að þeir
sé höfðingjasynir, vestfirzkir að kyni og uppruna og
eigi goðorð um Þorskafjörð og víðara um Vestfjörðu;
enn fremur, að þeir sé bræður Þormóðar í Görðum á
Álftanesi, sem sé kvæntur Þórdísi, dóttur Þórólfs
Skalla-Grímssonar frá Borg. Þetta skal nú athugað
lið fyrir lið.
Landnáma getur Þormóðar Þjóstarssonar nokkur-
um sinnum. Faðir hans er kallaður Þjóstar á Álfta-
nesi, en móðir hans var Iðunn Molda-Gnúpsdóttir.
Frá ætt Þjóstars er ekkert sagt, en kvonfang hans
bendir til þess, að hann hafi verið gildur maður, þó
að hann hafi ekki verið í höfðingja tölu. Jafnvel á
Álftanesi hljóta þeir samtímamenn hans, Ásbjörn
Össurarson, landnámsmaður, og Egill, sonur Ásbjarn-
ar, að hafa verið ríkari menn. Þormóður Þjóstarsson
virðist hafa verið mikill fyrir sér og kippt í kyn Grind-
víkinga. Hann helgaði Örn í Vælugerði með því að
skjóta skot svo langt af handboga, að fall Arnar varð
:í örskotshelgi, og var þá nýkominn úr utanför. Kona