Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 13

Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 13
11 Þá r.ekast þeir af tilviljun á æfintýramanninn og ofur- hugann Þorkel Þjóstarsson, nýkominn utan úr Mikla- garði. Hann sér í senn aumur á þeim og langar til þess að reyna sig í nokkurum stórræðum. Hann fær Þorgeir bróður sinn til þess að ganga í málið, og með liðstyrk og harðfylgi þeirra bræðra er Hrafnkell yfir- bugaður, fyrst á alþingi og síðan heima á Aðalbóli. Án þessa hefði Hrafnkatla ekki orðið nein saga, víg Einars eitt af hinum óbættu óverkum Hrafnkels, sem ekki voru í frásögur færandi. Auk þess ætti að vera meiri von til þess að ná til heimilda um þá bræður, sem óháðar væri sögunni, en um aðrar persónur hennar, þar sem þeir eru höfðingjar úr fjarlægu hér- aði. Hvergi reynir betur á þolrifin í hinni austfirzku arfsögn, sem ætlað er að komi fram í sögunni, en þar sem hún segir frá þessum vestfirzku stórmennum. Sagan gerir þá grein fyrir þeim bræðrum, að þeir sé höfðingjasynir, vestfirzkir að kyni og uppruna og eigi goðorð um Þorskafjörð og víðara um Vestfjörðu; enn fremur, að þeir sé bræður Þormóðar í Görðum á Álftanesi, sem sé kvæntur Þórdísi, dóttur Þórólfs Skalla-Grímssonar frá Borg. Þetta skal nú athugað lið fyrir lið. Landnáma getur Þormóðar Þjóstarssonar nokkur- um sinnum. Faðir hans er kallaður Þjóstar á Álfta- nesi, en móðir hans var Iðunn Molda-Gnúpsdóttir. Frá ætt Þjóstars er ekkert sagt, en kvonfang hans bendir til þess, að hann hafi verið gildur maður, þó að hann hafi ekki verið í höfðingja tölu. Jafnvel á Álftanesi hljóta þeir samtímamenn hans, Ásbjörn Össurarson, landnámsmaður, og Egill, sonur Ásbjarn- ar, að hafa verið ríkari menn. Þormóður Þjóstarsson virðist hafa verið mikill fyrir sér og kippt í kyn Grind- víkinga. Hann helgaði Örn í Vælugerði með því að skjóta skot svo langt af handboga, að fall Arnar varð :í örskotshelgi, og var þá nýkominn úr utanför. Kona
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.