Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 43
41
Ef Hrafnkatla er athuguð frá þessu sjónarmiði,
kemur það í ljós, að hún sver sig mjög lítið í ætt til
alþýðlegra munnmæla. I henni eru, eins og áður er
getið, engar tilvísanir til missagna, .ekkert af alþýð-
legri hjátrú, því að til slíks verður hvorki talinn
draumur Hallfreðar (úr Landnámu) né örlagatrúin,
sem er sameiginleg öllum fornsögum. Þau fáu atriði
sögunnar, sem skoða má sem lausan fróðleik, tekinn
með að nauðsynjalausu fyrir söguþráðinn, — ættar-
talan í upphafi, það sem sagt er um Þormóð Þjóstars-
son, lögfræðiskýringar (sem síðar verður nánara vik-
ið að) og örnefnaskýringar, — eru öll af því tagi, að
þau geta varla verið sótt í munnmæli. Sum eru ber-
sýnilega úr bókum, sum hafa menn fyrir löngu séð,
að bera merki höfundarins (margar af örnefnaskýr-
ingunum). Þess verður allt af að gæta, að fróðleiks-
stefnan átti svo mikil ítök í sagnariturunum, að jafn-
vel mestu skáldsöguhöfundunum þótti betur fara að
sýna í aðra röndina lærdóm sinn, og má hér til sam-
anburðar minna á ættartölurnar og lögfræðina í
Njálu. Eina atriðið í sögunni, sem kemur lesandanum
dálítið á óvart, eins og höfundurinn vissi meira um
það en hann segir, er spjót Hrafnkels „it góða“ í nið-
urlagi sögunnar. Þetta er auðsjáanlega sama spjótið
sem Hrafnkell fekk að hafa með sér frá Aðalbóli, en
búast mætti við, að því hefði áður verið .eitthvað frek-
ara lýst eða þess getið við vígaferli hans, úr því að
svona er að orði kveðið.1) En eg sé ekki, að þetta verði
skýrt á neinn þann hátt, sem að gagni kæmi til þess
að gera sér nánari grein fyrir myndun sögunnar. Það
er varla annað ,en lítilfjörlegur smíðagalli, sem vér
rekum augun í vegna þess, hve föst og markviss sam-
setning sögunnar er yfirleitt. Með því að skoða sög-
una betur niður í kjölinn að þessu leyti, ættum vér að
1) Sbr. Origines II, 491.