Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 43

Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 43
41 Ef Hrafnkatla er athuguð frá þessu sjónarmiði, kemur það í ljós, að hún sver sig mjög lítið í ætt til alþýðlegra munnmæla. I henni eru, eins og áður er getið, engar tilvísanir til missagna, .ekkert af alþýð- legri hjátrú, því að til slíks verður hvorki talinn draumur Hallfreðar (úr Landnámu) né örlagatrúin, sem er sameiginleg öllum fornsögum. Þau fáu atriði sögunnar, sem skoða má sem lausan fróðleik, tekinn með að nauðsynjalausu fyrir söguþráðinn, — ættar- talan í upphafi, það sem sagt er um Þormóð Þjóstars- son, lögfræðiskýringar (sem síðar verður nánara vik- ið að) og örnefnaskýringar, — eru öll af því tagi, að þau geta varla verið sótt í munnmæli. Sum eru ber- sýnilega úr bókum, sum hafa menn fyrir löngu séð, að bera merki höfundarins (margar af örnefnaskýr- ingunum). Þess verður allt af að gæta, að fróðleiks- stefnan átti svo mikil ítök í sagnariturunum, að jafn- vel mestu skáldsöguhöfundunum þótti betur fara að sýna í aðra röndina lærdóm sinn, og má hér til sam- anburðar minna á ættartölurnar og lögfræðina í Njálu. Eina atriðið í sögunni, sem kemur lesandanum dálítið á óvart, eins og höfundurinn vissi meira um það en hann segir, er spjót Hrafnkels „it góða“ í nið- urlagi sögunnar. Þetta er auðsjáanlega sama spjótið sem Hrafnkell fekk að hafa með sér frá Aðalbóli, en búast mætti við, að því hefði áður verið .eitthvað frek- ara lýst eða þess getið við vígaferli hans, úr því að svona er að orði kveðið.1) En eg sé ekki, að þetta verði skýrt á neinn þann hátt, sem að gagni kæmi til þess að gera sér nánari grein fyrir myndun sögunnar. Það er varla annað ,en lítilfjörlegur smíðagalli, sem vér rekum augun í vegna þess, hve föst og markviss sam- setning sögunnar er yfirleitt. Með því að skoða sög- una betur niður í kjölinn að þessu leyti, ættum vér að 1) Sbr. Origines II, 491.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.