Studia Islandica - 01.06.1940, Side 73

Studia Islandica - 01.06.1940, Side 73
71 tekin fram yfir sjálfa Landnámu. AS mestu leyti hafði þetta verið tekið trúanlegt, rannsóknarlaust, út frá almennum skoðunum: sagan var reist á arfsögnum, því hlaut hún að eiga rætur sínar að rekja til sögu- legra atburða; — sagan var, að frá teknum nokkur- um smáatriðum, áreiðanleg, en það sýndi aftur traust- leik arfsagnanna. f einstökum atriðum hafði þó ver- ið reynt að færa rök að sannindum sögunnar, .eink- um út frá örnefnum og bæjanöfnum og með dálitl- um fornleifarannsóknum. Þarna var flest reist á trú, en ekki skoðun, og þar sem skoðunin kom til, var hún líka reist á trú (haugur Hrafnkels) eða löguð eftir trúnni (Freyfaxahamar o. s. frv.). En var nú við því að búast, að almennar niðurstöður fræðimanna um íslendinga sögur væri gildar, ef forsendurnar voru víða af þessu tagi, er þeim gat skjátlazt svona greypi- lega um einstaka sögu? Þegar eg stundum hér að framan hef gripið á veilum eða fjarstæðum í ritum ýmissa eldri fræðimanna um söguna, jafnvel Sigurð- ar Vigfússonar, hefur það ekki verið af neinni löng- un til að gera lítið úr þessum mætu mönnum. Það hef- ur verið gert í viðvörunar skyni, því að mikið af trúnni á sannindi íslendinga sagna er reist á röksemdum, sem eru álíka haldlitlar, ef þær eru krufðar til mergjar. 2) Hrafnkatla er sú Islendinga saga, sem mér hefur reynzt auðveldust að muna og endursegja til skemmtunar. Hún hefur líka þráfaldlega verið tek- in sem ljómandi dæmi hinnar munnlegu sagnalistar. Það getur hver sem vill spreytt sig á því að endur- segja Hrafnkötlu og Droplaugarsona sögu (sem sjálf hefur inni að halda vitnisburð um að vera rituð eftir frásögn eins manns, þó að þau ummæli megi skýra á fleiri vegu og um þau deila) og reyna, hvor er þjálli í meðförum. Fer það þá að verða svo fjarstætt að halda, að ýmislegt það í fornsögunum, sem nútíma-

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.