Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 20

Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 20
18 nefndur Þórir, sonur Hrafnkels yngra, en Sveinbjarn- ar er ekki getið. — Njála er hér athyglisverð heim- ild að því leyti, að hún fer ekki eftir neinni Land- námugerð, sem vér nú þekkjum. Droplaugarsona saga segir allmikið frá. þeim afkomöndum Hrafnkels. Samkvæmt henni býr Helgi Ásbjarnarson í lok 10. aldar á Oddsstöðum, upp frá Hafursá, og síðan í Mjóvanesi, en Hrafnkell Þórisson á Hafursá. Þar er nefndur á sama tíma Þor- geir bóndi á Hrafnkelsstöðum, sem virðist alls óskyld- ur þeim frændum. í Brandkrossa þætti er allt, sem sagt er um Hrafnkel, tekið eftir Landnámu. En því er bætt við, að Þórir hafi búið eftir föður sinn á Steinröðarstöð- um, en Ásbjörn byggt bæinn að Lokhellum, þar sem nú heiti Hrafnkelsstaðir, og Helgi Ásbjarnarson selt. búið (og jörðina) Hrafnkeli Þórissyni, en síðan feng- ið Oddsstaði. Samkvæmt þessu ætti Hrafnkelsstaðir að vera kenndir við Hrafnkel yngra. — Þó að Brand- krossa þáttur sé ómerk heimild, er vert að gæta þess, að höfundur hans þekkir auðsjáanlega hvorki Hrafn- kötlu né neinar svipaðar sögusagnir, eða hann tekur ekki tillit til þeirra, heldur tekur Landnámu fram yfir. Áður en ,eg fer út í frekara samanburð þessara heimilda við Hrafnkötlu, verð eg að drepa á tvö at- riði í sögunni, þar sem hafa má Landnámu óbeinlínis til samanburðar. Samkvæmt Hrafnkötlu er Hrafnkell sonur Hall- freðar, sem kemur út á skipi sínu í Breiðdal og stað- festist að lokum á Hallfreðarstöðum í Tungu. Tungu- lönd nam, að sögn Landnámu, Þórður Þórólfsson hálma. Hallfreður er því ekki sjálfstæður landnáms- maður. En sonur hans nemur land og er síðan í Land- námu talinn einn af göfugustu landnámsmönnum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Studia Islandica

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.