Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 20
18
nefndur Þórir, sonur Hrafnkels yngra, en Sveinbjarn-
ar er ekki getið. — Njála er hér athyglisverð heim-
ild að því leyti, að hún fer ekki eftir neinni Land-
námugerð, sem vér nú þekkjum.
Droplaugarsona saga segir allmikið frá.
þeim afkomöndum Hrafnkels. Samkvæmt henni býr
Helgi Ásbjarnarson í lok 10. aldar á Oddsstöðum,
upp frá Hafursá, og síðan í Mjóvanesi, en Hrafnkell
Þórisson á Hafursá. Þar er nefndur á sama tíma Þor-
geir bóndi á Hrafnkelsstöðum, sem virðist alls óskyld-
ur þeim frændum.
í Brandkrossa þætti er allt, sem sagt er um
Hrafnkel, tekið eftir Landnámu. En því er bætt við,
að Þórir hafi búið eftir föður sinn á Steinröðarstöð-
um, en Ásbjörn byggt bæinn að Lokhellum, þar sem
nú heiti Hrafnkelsstaðir, og Helgi Ásbjarnarson selt.
búið (og jörðina) Hrafnkeli Þórissyni, en síðan feng-
ið Oddsstaði. Samkvæmt þessu ætti Hrafnkelsstaðir
að vera kenndir við Hrafnkel yngra. — Þó að Brand-
krossa þáttur sé ómerk heimild, er vert að gæta þess,
að höfundur hans þekkir auðsjáanlega hvorki Hrafn-
kötlu né neinar svipaðar sögusagnir, eða hann tekur
ekki tillit til þeirra, heldur tekur Landnámu fram
yfir.
Áður en ,eg fer út í frekara samanburð þessara
heimilda við Hrafnkötlu, verð eg að drepa á tvö at-
riði í sögunni, þar sem hafa má Landnámu óbeinlínis
til samanburðar.
Samkvæmt Hrafnkötlu er Hrafnkell sonur Hall-
freðar, sem kemur út á skipi sínu í Breiðdal og stað-
festist að lokum á Hallfreðarstöðum í Tungu. Tungu-
lönd nam, að sögn Landnámu, Þórður Þórólfsson
hálma. Hallfreður er því ekki sjálfstæður landnáms-
maður. En sonur hans nemur land og er síðan í Land-
námu talinn einn af göfugustu landnámsmönnum