Studia Islandica - 01.06.1940, Síða 29
27
alból, Hól, Leikskála og Laugarhús, en vel er trúlegt,
að þeir hafi á landnámsöld verið .eitthvað fleiri. Fyr-
ir utan Landnámu, Hrafnkötlu og Brandkrossa þátt,
eru engar fornar heimildir um byggð í dalnum. Sagn-
ir eru um það, að hann hafi farið í eyði í svartadauða,
en sú skýring er hér landlæg um flestar eyðibyggðir.
Samkvæmt Vilchinsmáldaga á Valþjófsstaðakirkja
árið 1397 „selland að Laugarhúsum“, sem er einn
byggilegasti staður í dalnum.1) Og það, sem vitað er
um dalinn frá því um miðja 16. öld, sýnir, að byggð
hefur verið þar lítil og stopul.2) Ef getum ætti að því
að leiða, hvernig byggð hafi verið háttað þar í forn-
öld, þykir mér þetta sennilegast: Hrafnkelsdalur hef-
1) Jón Jóhannesson cand. mag. hefur bent mér á þennan stað
(í registri Dipl. Isl. IV eru Laugarhús af misgáningi sett í
Fnjóskadal). Hann hefur og skýrt fyrir mér sumt um sögustaði
•eystra, sem eg hef ekki sjálfur átt kost á að sjá. En annars kem-
ur kunnugleiki söguhöfundarins á stöðvum Hrafnkötlu aðalrann-
sóknarefninu lítið við.
2) Dr. phil. Páll Eggert Ólason hefur látið mér eftirfarandi
atriði úr sögu dalsins í té:
Hrafnkelsdalur hefur lengi verið eign kirkju á Valþjófsstöð-
um í Fljótsdal. Vitnisburður um það er í Dipl. Isl. XII (15. maí,
1552). [Af honum verður ekki annað ráðið en dalurinn hafi þá
verið með öllu óbyggður.] Eftir honum hefur dómur gengið, 1621,
sem nú er ekki til, en hans og vitnisburðarins frá 1552 er getið
í visitatiu Brynjólfs biskups 1641. Jarðabókin 1696 greinir Hrafn-
kelsdal (í Brúarþingsókn), dýrl. 6 hundr., landskuld 60 álnir, kú-
gildi 1, en síðari jarðabækur ekki, og býli hefur þar ekki verið
síðan með því nafni. í fyrsta sóknamannatali frá Valþjófsstöð-
um árið 1783 er nefnt „Vaðbrekka í Rafnkelsdal“ og „Aðalból í
Rafnkelsdal“, sem þá áttu kirkjusókn að Valþjófsstöðum og voru
vitanlega eign kirkjunnar þar. Síðar fengu bæði þessi býli kirkju-
sókn að Brú. Þessir tveir bæir eru ekki nefndir í jarðabókum
fyrr en 1804 (má vera, að hafi verið nýbýli samkv. nýbýlatilsk.
1776). í kirknaskjölum Valþjófsstaða finnst virðing Aðalbóls og
Vaðbrekku frá 1824. Af því skjali má ráða, að í Hrafnkelsdal
hafi verið eyðibýli, nefnt Þórisstaðir [sbr. Árb. Fornl.fél. 1893,
37—38].