Studia Islandica - 01.06.1940, Side 50
48
óþarflega nákvæmar, t. d. þegar sagt er frá heimsókn
Þorbjarnar karls til Sáms: ,,Hann ríðr nú í brott (frá
Laugarhúsum).--------Hann léttir eigi fyrr en hann
kemr ofan til Leikskála, drepr þar á dyrr. Var þar til
dyra gengit. Þorbjprn biðr Sám út ganga. Sámr heils-
aði v,el frænda sínum“ o. s. frv. Sem dæmi sérstak-
lega skýrra lýsinga má nefna alla frásögnina um Ein-
ar og Freyfaxa. Veðrinu er lýst þennan örlagaríka
morgun: „Einarr gekk út snemma, ok er þá létt af
allri sunnanþokunni ok úrinu“, — eltingaleiknum við
hrossin, — ferðalagi Einars, — útliti Freyfaxa eftir
reiðina: „Hestrinn var vátr allr af sveita, svá at draup
ór hverju hári hans, var mjpk leirstokkinn ok móðr
mjpk ákafiiga“. Seinna er þetta ítrekað: „mjQk
ókræsiligr . . . mjpk óþokkuligr“. Oft eru smáatriði
tekin nákvæmlega fram, án þess brýn þörf væri á að
þykjast vita þau upp á hár: Þeir Sámur og Þorbjörn
ganga út og ofan að Öxará fyrir neðan brúna,
— Þorkell er með ljósan lepp í hári sínu hinum
vinstra megin. Tölur eru tilfærðar hiklaust:
Hrafnkell ríður til þings með 70 menn, Þorgeir er á
þinginu með 70 menn, Hrafnkell fer að Sámi með 70
menn, Sámur hefur 40 menn á þinginu, Þorgeir vel-
ur 40 menn úr sínu liði til austurfararinnar; er þeir
koma að Aðalbóli, gæta 20 menn hesta, en 60 ganga
að bænum; Eyvindur ríður við 6. mann og reka þfeir
16 klyfjahesta; Hrafnkell eltir Eyvind við 18. mann,
Sámur ríður til liðs við Eyvind við 20. mann. Þess er
jafnvel getið, hversu oft Freyfaxi veltir sér: „ngkk-
urum tólf sinnum“. Þorkell leppur hefur verið utan
sjö vetur, Eyvindur sjö vetur, Sámur situr á Aðalbóli
sex vetur.
Allar þær skýringar, lýsingar og nákvæmni í smá-
munum, sem hér hefur verið getið, og margt annað af
sama tagi, stuðlar að því að gefa lesandanum þá þægi-
legu tilfinningu, að hvergi sé farið óðslega með efnið