Studia Islandica - 01.06.1940, Side 49
47
Sérstaks eðlis eru hinar lögfræðilegu skýringarr
„Eigi er maðrinn alsekr, meðan eigi er háðr féráns-
dómr, ok hlýtr þat at heimili hans at gera; þat skal
vera fjórtán náttum eptir vápnatak. En þat heitir
vápnatak, er alþýða ríðr af þingi“. „Villtu fara með
Sámi ór garði á brott í prskotshelgi við bœinn ok
heyja féránsdóm á grjóthól npkkurum, þar sem hvárki
er akr né ,eng. Þetta skyldi í þann tíma gera, er sól
væri í fullu suðri“. Á þessum stöðum er bersýnilega
stuðzt við ritaða lögbók.1)
Stundum koma fram skýringar á atferli manna og
hugsunarhætti, sem virðast ekki nauðsynlegar, enda
að jafnaði farið sparlega með slíkt í fornsögum:
(Einarr) „þóttisk vita, at hann myndi fljótara yfir
bera, ef hann riði heldr en gengi“. — „En við þann
átrúnað, at ekki verði at þeim mpnnum, er heitstreng-
ingar fella á sik, þá hljóp hann af baki til hans ok
hjó hann banahpgg“. „Nú hefir hann sofnat síðan
ok hefir réttan fótinn út undan fgtunum fram á fóta-
fjplina, sakir ofrhita, er á er á fœtinum".
„Af því lagði Hallfreðr karl inar efri gptur, þó at þær
væri lengri“. Fleiri svipuð dæmi mætti nefna, einkum
í samtölunum, sem senn verður vikið að.
Þó að atburðalýsingar sögunnar sé ekki fyrirferðar-
miklar, eru þær mjög skýrar og stundum jafnvel
1) Um lögfræði Hrafnkötlu er til ritgerð eftir Otto Opet, sem
eg hef ekki náð til. Það efni get eg að mestu leitt hjá mér. Sögu-
ritarinn flaskar á því að láta vígsmálið eftir Eyvind fara beint
til alþingis (sjá 16. bls. að framan). Hann talar um, að dómur
hafi verið settur á Lögbergi. Varla er þetta fáfræði, heldur hirðu-
leysi: dómar fóru út frá Lögbergi, og þar var vigsökum lýst.
Hefur þetta eitthvað ruglazt fyrir honum. Misskilningur á eðli
goðavaldsins, mannaforráða, kemur fram í orðunum: „Lagði
hann (Hrafnkell) land undir sik allt fyrir austan Lagarfljót“.
— Ekki veit eg, hvað Finnur Jónsson hefur átt við, er hann sagði,
að Hrafnkatla „indeholder adskilligt af vigtighed" um lög og
réttarfar.