Studia Islandica - 01.06.1940, Side 63
61
~verður víst seint gengið úr skugga um, hvort höfund-
ur Hrafnkötlu hefur þekkt verk Snorra eða ekki, en
furðu mikill skyldleiki við sumar mannlýsingar Snorra
kemur fram í því, hvernig hann .raðar andstæðum
saman: Bjarna og Þorbirni, Hrafnkeli og Sámi, en
einkum Þorgeiri og Þorkeli. Eg vil heldur ekki full-
yrða neitt um, að hann hafi þekkt Heiðarvíga sögu
og Eyrbyggju. En það ,er ekki alls ómerkilegt að
minnast þeirra Víga-Styrs og Snorra goða til saman-
burðar við lýsingu Hrafnkels. Um Hrafnkel er það
,sagt í upphafi sögunnar, að hann „stóð mjQk í ein-
vígjum ok bœtti engan mann fé“. Eyrbyggja segir um
Styr: „hann vá mprg víg, en bœtti engi“. Þetta er
eins konar tilvísun í Heiðarvíga sögu, þar sem sagt
hefur verið rækilega frá einstökum vígaferlum Styrs.
Það virðist augljóst, að höfundur Hrafnkötlu hefur
engar sagnir haft um þessi fyrri vígaferli Hrafnkels,
og í raun og veru er það ósennilegt, að slíkur höfðingi
hafi einkum staðið íeinvígum, í stað þess að neyta
liðskostar síns. Styr er miklu ósamsettari en Hrafn-
kell í ofsa sínum og ójöfnuði. Þarf ekki annað en
minna á storkunarorð hans við umkomuleysingjann
Gest Þórhallsson um lambið gráa og bótaboð Hrafn-
kels eftir Einar til þess að sýna muninn. Samt gæti
Styr hafa verið fyrirmynd, sem höfð hefði verið hlið-
sjón af við þennan þátt í lýsingu Hrafnlcels, og þó
verið vikið frá, af því að lengra var stefnt með lyndis-
þroska hans. Með aldrinum líkist Hrafnkell aftur á
móti talsvert Snorra goða: sama varkárnin, hófsemin,
miskunnarleysið. Hvorugum er lýst sem neinni hetju.
(Hrafnkell fer að þeim Eyvindi fimm við átjánda
mann og missir tólf á fundinum, en flýr síðan fyrir
Sámi.) í lýsingu beggja er nokkur kuldi, en samt að-
dáun. Allt getur þetta v.erið tilviljanir. En það er ekki
óeðlilegt, að saga, sem er tómur skáldskapur, eins og
Hrafnkatla er, geti beinlínis og óbeinlínis átt eitthvað