Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 58

Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 58
56 ið. Hvílík freisting slíkt er fyrir íslenzkan sveitapilt,, munu allir þeir skilja, sem þekkja það yndi, sem ,er að ríða góðum hesti. Hann stenzt raunina lengi vel. En loksins, þegar honum sárliggur á góðum reið- skjóta og öll hin hrossin eru eins og töfrum tryllt, en Freyfaxi b i ð u r hann að ríða sér, stenzt hann ekki lengur mátið. Hann ríður hestinum óraleið — til þess að leita að ám, sem allan tímann hafa verið á næstu grösum við selið. Eftir að Freyfaxi er sloppinn úr höndum honum, heim að Aðalbóli, hlýtur Einar að vita, að hann er dauðadæmdur maður. En hann leit- ar ekki á flótta, gerir aðeins tilraun til þess að fresta hinu versta með því að segja Hrafnkeli fyrst frá óhappi sínu með ærnar, sem vantað hafði, en geng- ur síðan drengilega við yfirsjón sinni. Hrafnkell veg- ur hann þegar, og með því er hlutverki Einars lokið.. Það var óþarft að bera meira í lýsingu hans. Ofríki örlaganna er leitt í ljós. Sök hans ,er ekki meiri en svo, að ofstopamanninum Hrafnkeli þykir þetta verk sitt í verra lagi. Og vér vitum nóg um Einar til þess að skilja betur tilfinningar föður hans en ella. Þor- björn átti ekki aðeins eftir son sinn að mæla, heldur var þessi sonur líka vaskur drengur og gott manns- efni. Svipaður Einari er Eyvindur Bjarnason, bræðrung- ur hans, sem líka fellur fyrir Hrafnkeli. En hann á auðugan föður, þarf ekki að Ieita sér vistar, heldur framast erlendis og gerist hið mesta glæsimenni. Ör- lögum hans ráða skipti þeirra Sáms bróður hans og Hrafnkels. Eyvindur er ekki óvitur. Þegar hann frétt- ir um uppgang Sáms, lætur hann sér fátt um finn- ast. Það er eins og í hann leggist, að skömm muni óhófs æfi. En hann vill ekki flýja fyrir Hrafnkeli, sem hann hefur ekki til miska gert. Hann vill ekki væna menn um illt að óreyndu og ekki fella blett á hug- prýði sína. Hann verst ofureflinu drengilega og fell—
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.