Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 58
56
ið. Hvílík freisting slíkt er fyrir íslenzkan sveitapilt,,
munu allir þeir skilja, sem þekkja það yndi, sem ,er
að ríða góðum hesti. Hann stenzt raunina lengi vel.
En loksins, þegar honum sárliggur á góðum reið-
skjóta og öll hin hrossin eru eins og töfrum tryllt, en
Freyfaxi b i ð u r hann að ríða sér, stenzt hann ekki
lengur mátið. Hann ríður hestinum óraleið — til þess
að leita að ám, sem allan tímann hafa verið á næstu
grösum við selið. Eftir að Freyfaxi er sloppinn úr
höndum honum, heim að Aðalbóli, hlýtur Einar að
vita, að hann er dauðadæmdur maður. En hann leit-
ar ekki á flótta, gerir aðeins tilraun til þess að fresta
hinu versta með því að segja Hrafnkeli fyrst frá
óhappi sínu með ærnar, sem vantað hafði, en geng-
ur síðan drengilega við yfirsjón sinni. Hrafnkell veg-
ur hann þegar, og með því er hlutverki Einars lokið..
Það var óþarft að bera meira í lýsingu hans. Ofríki
örlaganna er leitt í ljós. Sök hans ,er ekki meiri en
svo, að ofstopamanninum Hrafnkeli þykir þetta verk
sitt í verra lagi. Og vér vitum nóg um Einar til þess
að skilja betur tilfinningar föður hans en ella. Þor-
björn átti ekki aðeins eftir son sinn að mæla, heldur
var þessi sonur líka vaskur drengur og gott manns-
efni.
Svipaður Einari er Eyvindur Bjarnason, bræðrung-
ur hans, sem líka fellur fyrir Hrafnkeli. En hann á
auðugan föður, þarf ekki að Ieita sér vistar, heldur
framast erlendis og gerist hið mesta glæsimenni. Ör-
lögum hans ráða skipti þeirra Sáms bróður hans og
Hrafnkels. Eyvindur er ekki óvitur. Þegar hann frétt-
ir um uppgang Sáms, lætur hann sér fátt um finn-
ast. Það er eins og í hann leggist, að skömm muni
óhófs æfi. En hann vill ekki flýja fyrir Hrafnkeli, sem
hann hefur ekki til miska gert. Hann vill ekki væna
menn um illt að óreyndu og ekki fella blett á hug-
prýði sína. Hann verst ofureflinu drengilega og fell—