Studia Islandica - 01.06.1940, Side 22

Studia Islandica - 01.06.1940, Side 22
20 Hrafnkels í Fljótsdal en þeirra Þjóstarssona í Þorska- firði.1) Hitt er annað mál, að af Droplaugarsona sögu, sem áreiðanlega er eldri og reist á meiri sögusögnum en Hrafnkatla, má sjá, að tveir sonasynir Hrafnkels búa síðar á þessum slóðum, Helgi Ásbjarnarson og Hrafn- kell Þórisson, eins og áður er getið. En þeir eru báðir í mægðum við ættmenn Brynjólfs gamla, Helgi á Droplaugu Bersadóttur, en Hólmsteinn Bersason Ás- laugu Þórisdóttur, systur Hrafnkels. Þeir bræðrung- arnir eiga goðorð saman, og gæti það vel verið erfða- goðorð þeirra, ofan af Jökuldal, sem þeir hefði auk- ið með þingmannastyrk úr Fljótsdal og af Héraði. Það er ekki ósennilegt, að einhver vitneskja um þessa afkomendur Hrafnkels eldra hafi gefið höfundi sög- unnar hugmyndina að láta þetta mannaforráð þeirra fyrir neðan heiði stafa frá eldra tíma. Vel má vera, að höfundur Hrafnkötlu hafi þekkt Dropl. sona sögu. Á það bendir, að hann talar um Hallsteinssonu á Víðivöllum, Sighvat og Snorra. f Dropl. s. s. er líka talað um Hallsteinssonu á Víðivöll- um, Þórð, Þorkel og Eindriða. Þegar Jakob Jakob- sen í formála Austfirðinga sagna telur, að hér sé átt við sömu menn, ,en hitt sé óvíst, hvor sagan hafi rétt- ari nöfn, þá gleymir hann alveg tímatalinu. Hall- steinssynir Hrafnkötlu eru fulltíða menn um miðja 10. öld, en Hallsteinssynir Dropl. s. s. eru ekki ein- ungis enn á lífi um 1000, heldur kvænist faðir þeirra um það leyti í annað sinn. En hví ekki að berja hér í brestina, eins og vant er, og gera ráð fyrir, að Hall- 1) Landnáma getur oft um bústaðaskipti landnámsmanna, þó að þau verði ekki með svo sögulegum atvikum sem flutningur Hrafnkels að Hrafnkelsstöðum. Það er nærri óhugsandi, að heim- ildarmenn um landnám á þessum slóðum hafi þekkt nokkurar sagnir um það atriði. Ef þær hafa verið til, hefði þær því átt að myndast síðar en Landnáma var skrásett.

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.