Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 45

Studia Islandica - 01.06.1940, Blaðsíða 45
43 þeirra Odds og Gunnars Hlífarsonar eftir málalokin á alþingi. Bandamanna saga ber þess merki, aS þar er slungið saman þáttum, sem upphaflega hafa ver- ið hver öðrum óháðir, þó að það sé haglega gert. Tengslin milli deilu þeirra Odds Ófeigssonar og mál- sóknar þeirra bandamanna á hendur Oddi eru t. d. ólíku lausari en milli vandræða Sáms á þinginu og liðveizlu Þjóstarssona, sem svo vendilega er búið um í Hrafnkötlu. Æfiloka Hermundar Illugasonar var engin nauðsyn að geta, og ekkert svipað er hægt að benda á í Hrafnkötlu. Enn augljósari myndi hin sér- stæða festa og eining í uppistöðu Hrafnkötlu vitan- lega verða, ef aðrar sögur en þær tvær, sem nú hefur verið getið, væri teknar til samanburðar. En það er óþarft fyrir þá, sem nokkuð þekkja til sagna. Vel mætti þó í þessu sambandi minna á tvær af hinum austfirzku sögum, Vopnfirðinga sögu og Droplaugar- sona sögu, sem báðar eru eldri en Hrafnkatla og tald- ar vera reistar á gömlum munnlegum frásögnum. Eins atriðis í samsetningu Hrafnkötlu er rétt að geta hér sérstaklega, hvernig farið er með einþætta og tvíþætta frásögn, þar sem tvennum sögum fer fram, en hvortveggja verður ekki sögð í senn. Eftir að Einar hefur sleppt Freyfaxa og sér hann taka á rás ofan í dalinn, reynir hann að höndla hann, en getur það ekki. Nú hlaut Einar að búast við bana sínum. En um það er ekki sagt eitt orð, hvorki um ugg hans né að hann hugsi til undankomu. Sagan fylgir hestinum. Einars er ekki getið aftur fyrr en Hrafnkell hittir hann, þar sem hann liggur rólegur á kvíaveggnum og er að telja ærnar. Hann hefur ekki leitað undankomu frá hættunni, fremur en hann hleypur frá því að játa sannleikann. Þetta er áhrifa- mikið og gerir víg Einars enn hörmulegra. Svipað er farið að því að segja frá þingreið Hrafn- kels. Honum er fylgt á leið suður á Síðu. Hann kem-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Studia Islandica

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.