Studia Islandica - 01.06.1940, Side 55

Studia Islandica - 01.06.1940, Side 55
53 frásögum einstöku íslenzkra alþýðumanna, sem eru nokkurn veginn ósnortnir af bóklegri menntun. Þar er efnismeðferðin snubbótt og oft óhöndugleg, tilsvör- in lotustutt, og þeim, sem vanir eru fyllra og heflaðra bóklegum stíl, finnst frásagan eins og ágrip, þó að hún hafi aldrei verið öðruvísi. Hins vegar var svo hinn erlendi klerkastíll, breiður, flókinn og um- svifamikill. íslendingum lánaðist, — bæði fyrir þekkingu sína á latnesku bókmáli og þýðingar úr því á íslenzku allt frá því um 1100, — að skapa sér sögustíl úr þessum tveimur andstæðum og sameina í honum mikið af einfaldleik hins dag- lega máls og fyllingu hins bóklega. í sumum af hin- um elztu sögum má sjá þess merki, að höfundarnir geta ekki samræmt þessar andstæður. Ef vér athug- um t. d. Heiðarvíga sögu, er munurinn á framsetningu í ýmsum köflum furðu mikill. Eftir að ráðagerðum Þórarins spaka og suðurferðinni hefur verið lýst með ótrúlegri nákvæmni, kemur hin stuttaralega frásögn þess, sem gerist, þegar Barði kemur norður frá víg- unum. Þar er eins og skíni í nakið berg við hliðina á landi með ríkum gróðri. En þetta berg er ekki blásið upp. Það hefur aldrei verið klætt. Það ,er líkast því sem höfundurinn sé þreyttur eftir hið mikla átak und- anfarinna lýsinga og láti nú á kafla söguefni munn- mælanna standa að mestu leyti í nekt sinni. Eftir því sem líður á 13. öldina, verður jafnvægið meira. Snorri, sem ritar konunga sögur sínar eftir ýmsum eldri heim- ildum með sundurleitan stíl, markar þar stærsta spor- ið. Hann styttir og lengir á víxl, færir helgisögurnar úr rykkilíni hins lærða stíls og sníður þeim einfald- ara búning og þó prýðilegan, en dubbar fátæklegri heimildir upp til samræmis við hinar. Það er nokkurn veginn Ijóst og myndi samt vera enn ljósara, ef fleiri af hinum eldri sögum væri til í upphaflegri mynd og ekki styttar og slípaðar af eftirriturum (sbr. t. d.

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.