Studia Islandica - 01.06.1940, Side 78

Studia Islandica - 01.06.1940, Side 78
76 í skáldskapnum en fróðleiknum eða jafnvel sagn- fræðinni. Mér þykir alveg jafnvænt um Hrafnkötlu, þó að eg geti ekki lagt sams konar trúnað á hana og áður. Hrafnkell er jafnraunverulegur í mínum augum, þó að hann hafi aldrei búið á Hrafnkelsstöðum, ,eins og Hamlet er það, þó að Shakespeare láti hann eiga heima á Helsingjaeyri, svo mikil fjarstæða sem það er. Það má vel vera, að allt, sem Landnáma segir frá Þormóði Þjóstarssyni, sé rétt og nákvæmt. En hver myndi yfirleitt hirða um Þormóð þann, að undan- teknum ættfræðingum, ef hann hefði ekki átt sér þessa bræður, sem sköpuðust í höfði snillings austur á landi, hafa aldrei verið til, en eru jafneilífir fyrir því? Um þjóðarmetnaðinn er það að segja, að í skarð þess, sem kann að saxast á hróður vígamanna og kraftamanna sögualdar, koma nýir afreksmenn, sem hingað til hefur verið skotið í skuggann: höfundar sagnanna. Er skaði að þeim skiptum? „Vöxtur og aflið víða fer, vitið þó fyrir öllu er“, sagði Páll lög- maður. Það er líka nokkurs vert fyrir fslendinga að hafa átt þá menn, sem skrifuðu slíkar bækur — og vissu, hvað þeir voru að gera. Eg held, að það sé eins dæmi í sögu bókmenntanna, að öðrum eins snilling- um hafi verið goldin verk sín með svo frámunalegu vanþakklæti. Finnur Jónsson fekk hálfgert óorð á sig fyrir að dirfast að nefna þá ,,höfunda“, og hann gerði bót og betrun með þessum orðum: „Naar man saaledes indrþmmer den mundtlige meddelelse (tra- dition) en overvejende betydning baade m. h. t. ind- hold og dettes faste form — hvad jeg altid har gjort — kan den opfattelse dog hævdes, at ned- skriveren ogsaa kan have haft betyd- ning, at han ikke har været en r,ent meka-

x

Studia Islandica

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.