Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 56

Studia Islandica - 01.06.1940, Qupperneq 56
54 texta Egils sögu og Glúmu í Möðruvallabók og Fóst- bræðra sögu í Hauksbók), — að þroski sögustílsins á 13. öld og fram á hina 14. fer í þá átt að gefa frá- sögunni „munnlegra“ blæ. Þetta hefur villt síðari alda mönnum sýn. Það er rétt, að einmitt svona hefði farið bezt á, að sögur væri sagðar. Og það má vel vera, að svipað þessu hafi menntuðustu rithöfundarn- ir tamið sér að segja frá, svo hafi t. d. Sturla Þórðar- son kunnað að segja Huldar sögu og svona hafi höf- undar sumra sagna æft sig í að segja sögur ,eða kafla úr sögum, sem þeir voru að semja. En sögustíllinn er samt jafnfjarri því, sem frumstæður munnmælastíll hefur getað verið fyrir ritöld, og hinu daglega máli 13. aldar, sem stundum gægist fram í Sturlungu. Það er einmitt hámark ritlistarinnar, sem fáir ná, að láta bækur „tala“. Svo fjarstætt sem það kann að virðast, er það engu að síður satt, að á blómaskeiði sagna- gerðarinnar líkjast sögurnar því meir munnlegri frá- sögn, eins og nútíðarmönnum finnst hún ætti að vera, sem þær verða meiri skáldskapur, það er að segja í senn óháðari munnmælunum og hækjum erlendra stíl- fyrirmynda. Eins og nærri má geta, verður stílþróun af þessu tagi aldrei, fremur en aðrar bókmenntalegar og menn- ingarlegar hræringar, svo föst í rásinni sem náttúru- lögbundinn vöxtur og hrörnun. Það má sjá hana skýrt, ef horft er yfir langt tímabil, en aðstæður og hæfi- leikar einstaklinga koma jafnan til greina, svo að ekki er unnt að marka hverju verki hnitmiðaðan stað í stigbreytingunni. Það koma fram menn, sem eru á undan eða eftir sínum tíma, brautryðjendur, snilling- ar, smekkmenn, sem stríða gegn straumi hnignunar- innar, eftirlegukindur, sem kunna ekki að færa sér nýja listartækni í nyt. Hver getur látið sér sjást yfir framfarir Islendinga í stílsmekk frá 1750— 1850, þó að vér megum ekki tímasetja Brand eftir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Studia Islandica

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Studia Islandica
https://timarit.is/publication/1542

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.